Fréttir

Vetrarleikar FSu 2020

Vetrarleikar FSu voru haldnir þann 19. febrúar síðastliðinn. Fyrsta árs nemar af hestabraut FSu sáu um að halda mótið á félagssvæði Sleipnis á Selfossi. Keppt var í tveimur greinum, töltkeppni og mjólkurtölti.
Lesa meira

Neyðarstig almannavarna vegna COVID-19

Nú hefur embætti landlæknis lýst yfir neyðarstigi almannavarna vegna COVID-19 veirusmits. Mikilvægt er fyrir alla að fylgja leiðbeiningum embættisins sem sjá má hér. https://www.landlaeknir.is/ Viðbragðsleiðbeiningar má kynna sér hér. https://www.fsu.is/is/um-skolann/verklagsreglur/vidbrogd-vid-farsottum
Lesa meira

Verknámsblaðið 2020

Út er komið verknámsblað sem verknámsskólar hafa sett saman. Blaðið er yfirgripsmikið og fróðlegt. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur blaðið en það má skoða í rafrænni útgáfu. https://issuu.com/lailamarkadsstofa/docs/2020_timarit_2020
Lesa meira

Opið hús í FSu

FSu verður með opið hús þriðjudaginn 3. mars kl. 16:30-18:30 þar sem námsframboð við skólann verður kynnt. 10. bekkingar og forráðamenn eru sérstaklega velkomnir. Sjáumst í FSu!
Lesa meira

Opið hús í FSu

FSu verður með opið hús þriðjudaginn 3. mars kl. 16:30-18:30 þar sem námsframboð við skólann verður kynnt. 10. bekkingar og forráðamenn eru sérstaklega velkomnir. Sjáumst í FSu!
Lesa meira

Spánarferð - mannkostamenntun

Síðastliðið ár hefur skólinn tekið þátt í Erasmus+ verkefni í samstarfi við skóla í Þýskalandi, Portúgal og Spáni. Verkefnið heitir Character matters – virtues and values og snýr að því að vinna með mannkostamenntun (character education) með því að kenna dyggðir. Vinna nemendur hver í sínum skóla fjölbreytt verkefni sem tengjast þessu. Í nóvember fór hópur út til Castellion de la Plana á austurströnd Spánar og var ætlunin að vinna með íþróttir og dyggðir.
Lesa meira

Upplýsingar um COVID-19 fyrir börn og ungmenni

Hér má finna upplýsingar um COVID-19 fyrir börn og ungmenni https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item39277/Ef-COVID-19-koronaveiran-berst-til-Islands---upplysingar-fyrir-born-og-ungmenni?fbclid=IwAR1CL7dHQevbMDyn3_9d2iq-kDQAOPDTFnuHy4_9X_EvnNfIblFW-m8U6AQ. Meðfylgjandi hlekkur fylgir í pdf skjal sem hægt er að prenta út.
Lesa meira

Opið hús í FSu

FSu verður með opið hús þriðjudaginn 3. mars kl. 16:30-18:30 þar sem námsframboð við skólann verður kynnt. 10. bekkingar og forráðamenn eru sérstaklega velkomnir. Sjáumst í FSu!
Lesa meira

Vegna COVID – 19 eða (kórónaveirunnar)

Lýst hefur verið yfir óvissustigi á landinu vegna COVID - 19. Nemendur, aðstandendur og starfsmenn eru hvattir til að kynna sér leiðbeiningar á vef landlæknisembættisins.
Lesa meira

Sveinspróf í vélvirkjun

Sveinspróf í vélvirkjun var haldið í fyrsta sinn í 20 ár hér í FSu. Vélvirkjun eða mechanical engineering er í heildina 6 anna nám sem byrjar með grunndeild málmiðna sem er fjórar annir og svo eru tvær annir í vélvirkjun.
Lesa meira