Fréttir
FSu mætir FB í fyrstu umferð Gettu betur
11.12.2020
Lið FSu mun mæta liði FB í fyrstu umferð spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur þann 6. janúar n.k. Gettu betur-lið FSu árið 2021 er skipað þeim Ásrúnu Aldísi Hreinsdóttur, Ásthildi Ragnarsdóttur og Hlyni Héðinssyni, en varamaður er Tristan Magni Hauksson.
Lesa meira
Lokaverkefni og örverkasýning í leiklist
06.12.2020
Nemendur í leiklist í FSu höfðu í nógu að snúast á síðustu dögum kennslu í byrjun desember, en þá fengu þau að snúa aftur í kennslustundir með þeim takmörkunum sem nú gilda. Þau frumsýndu átta örverk sem nemendur í íslenskuáfanganum Ritlist og tjáning (ÍSLE3RT05) höfðu skrifað.
Lesa meira
Mannréttindafræðsla á sérnámsbraut
29.11.2020
Á þessari haustönn hafa nemendur á sérnámsbraut fengið mannréttindafræðslu. Nýlega var uppgjör á áfanganum og þá valdi hver og einn nemandi þau réttindi sem honum fannst mikilvægust og skrifaði á miða. Miðana límdu nemendur svo á hendur sem þeir höfðu teiknað eftir sinni eigin og sést afraksturinn á meðfylgjandi mynd. Hendurnar voru að sjálfsögðu í öllum litum í stíl við fjölbreytileikann í lífinu.
Lesa meira
Gettu betur hefst í janúar
26.11.2020
Línur eru farnar að skýrast varðandi Gettu betur á næsta ári. Mikil óvissa var um það hvort keppnin myndi fara fram á næsta ári, en RÚV gaf út tilkynningu s.l. föstudag þess efnis að halda ætti keppnina með hefðbundnu sniði, en þó með fyrirvara um breytingar vegna Covid.
Lesa meira
Ráðherra í heimsókn
20.10.2020
Nýlega heimsótti Lilja Alfreðsdóttir FSu, undirritaði samning um nýja heimavist og notaði um leið tækifærið og skoðaði skólann. Hér má sjá myndir úr heimsókninni.
Lesa meira
Velgengni í stærðfræðikeppni.
20.10.2020
Hildur Tanja lenti í 5.-6. sæti yfir landið í forkeppni stærðfræðikeppni framaldsskólanema á yngra stigi.
Lesa meira