Fréttir

Fyrirlestur um loftslagsmál

Allir nýnemar í skólanum sóttu fyrirlestur á sal þar sem rithöfundurinn Andri Snær Magnason ræddi um loftslagsmál í víðu samhengi.
Lesa meira

Heimsókn í Set

Nemendur í verknámi fór í dag í heimsókn í Set röraframleiðslu á Selfossi. Starfsemi fyrirtækisins var kynnt og fengu nemendur að skoða framleiðsluferlið
Lesa meira

Listasýning í upphafi árs

Árið og önnin byrja með hvelli í myndlistardeildinni en tekin hefur verið upp sú nýbreytni að setja upp sýningu í opinberu sýningarrými utan skólans og eru það nemendur í framhaldsáföngum sem fá þjálfun í uppsetningu og kynningu á eigin verkum. Það eru nemendur í módeláfanga á þriðja þrepi sem ríða á vaðið og sýna í Listagjánni á Bókasafni Árborgar 10. - 30. janúar.
Lesa meira

Skóli hefst og Gettu betur byrjar

Vorönn 2020 er hafin og mættu nemendur hressir eftir jólafrí til náms þriðjudaginn 7. janúar. Um 750 nemendur eru skráðir í nám við skólann. Upphaf annar markar líka upphaf spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, en lið FSu hefur leik í kvöld og mætir Tækniskólanum kl. 20. VIð hvetjum alla til að hlusta á keppnina, en hægt er að hlusta á viðureignina á RÚV Núll https://www.ruv.is/null. ÁFram FSu!
Lesa meira

Rafrænar töflubreytingar

Nemendur sem þurfa nauðsynlega að láta breyta stundatöflum sínum þurfa nú að óska eftir töflubreytingu rafrænt í Innu, mánudaginn 6. janúar milli 10:00 og 13:00. Nemendur sjá síðdegis eða undir kvöld hvort tafla þeirra hafi breyst samkvæmt ósk eða ekki. Hafi taflan ekki breyst hefur ekki verið unnt að gera breytinguna. Ástæða þess er oftast sú að hópar eru orðnir fullir.
Lesa meira