Fréttir

MIKIL OG ÖFLUG ÞRÓUN Í NÁMSFRAMBOÐI FSu

OPIÐ HÚS fór fram í FSu þriðjudaginn 19. mars síðastliðinn en það er einkum sniðið að þeim sem vilja hefja nám við skólann eða kynna sér starfsemi hans. Fín mæting og fín virkni gesta sem dreifðu sér um húsakynni Odda og Hamars þar sem kennarar og námsráðgjafar upplýstu um námsleiðir, línur og brautir skólans
Lesa meira

Garðyrkjuverðlaunin í 20 ár

Í áratugi hefur sumrinu verið fagnað í Garðyrkjuskólanum á sumardaginn fyrsta. Í ár verður engin breyting þar á og búið er að skipuleggja hátíðarhöld þann 25. apríl n.k. Árið 2004 var stofnað til Garðyrkjuverðlaunanna þar sem skólinn hefur heiðrað aðila inna garðyrkjufagsins. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum, heiðursverðlaun garðyrkjunnar, frumkvöðull ársins og verknámsstaður ársins. Í ár verður engin breyting á þessu og búið er að senda út boð um tilnefningar til verðlaunanna. Á myndinni má sjá fyrstu handhafa heiðursverðlaunanna þau Óla Val Hansson, Hólmfríði A. Sigurðardóttur og Jón H. Björnsson ásamt fleirum.
Lesa meira

Opið hús 19. mars

Opið hús í FSu þriðjudaginn 19. mars KL. 16:30-18:00 Bjóðum 10. bekkinga og forráðamenn þeirra sérstaklega velkomna og fá svör við ýmsum spurningum sem upp koma þegar verið er að ígrunda framhaldsskólanám. Kynnt verður fjölbreytt námsframboð skólans, bæði bóknám og iðn- og starfsnám.
Lesa meira

KÓRFERÐ TIL KAUPMANNAHAFNAR

Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands gerði sér ferð til Kaupmannahafnar í vetrarfríinu eftir miðjan febrúar síðastliðinn. Hátt í 30 meðlimir kórsins komu með og þess má geta að þetta er fyrsta ferð kórsins út fyrir landsteinana eftir endurvakningu hans að frumkvæði Stefáns Þorleifssonar kórstjóra.
Lesa meira

KÁTÍNAN OG FÁRIÐ Í HVERSDEGINUM

KÁTIR DAGAR og FLÓAFÁR voru haldnir í síðustu viku febrúar í FSu og fyrstu viku marsmánaðar og tókust sérlega vel að þessu sinni. Skipulag var gott og sköpun enn betri enda mikið lagt í það af starfsfólki skólans og nemendum. Þátttaka var til sóma og mikið líf í gula húsinu við Tryggvagötu frá miðvikudegi til föstudags í síðustu viku.
Lesa meira