Miðannarmat
Miðannarmatið gefur vísbendingar um stöðu nemanda í áfanga miðað við miðja önn. Þetta mat er ekki hluti af lokaeinkunn heldur aðeins upplýsingar um stöðu hans, hvort nemandinn sé á réttri leið eða hvort hann þurfi að bæta sig til að geta lokið áfanganum. Allir fá miðannarmat. Viðmið mats eru próf, verkefnaskil, heimavinna og virkni í tímum.
Einkunnaskali
A Ágætt (90–100%) – hugsanlega jákvæð umsögn
B Gott (70-89%)
C Viðunandi (50-69%)
E Óviðunandi (0-49%) – skýring á ástæðu þess að nemandi fær E
X Engin miðannareinkunn gefin – skýring á ástæðu þess
Miðannarmatið er ávallt birt um miðja önn í Innu (Námið - Einkunnir - Miðannarmat).
Síðast uppfært 14. október 2025