Saga og þróun

Undir tenglunum hér til hliðar má finna ágrip úr sögu og þróun skólans. ,,Að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja" segir orðskviðurinn. Ágrip af sögu Fjölbrautaskóla Suðurlands nær aftur til ársins 1981 þegar skólinn hóf göngu sína í húsnæði víðs vegar um Selfoss. Þetta var í kjölfar umræðu allan 8. áratug 20. aldar um fleiri og fjölbreyttari framhaldsskóla víðar á landinu. Upp úr þessu bættist áfangakerfi fjölbrautaskólanna við hefðbundið bekkjakerfi menntaskólanna. Mikilvægt er að halda fjölbreyttu starfi skólans til haga og eru því skýrslur skólans birtar á vef skólans. Einnig er haldið til haga veffréttum síðastliðinna ára og síðast en ekki síst er nýbreytni sem fram fer í FSu gerð skil á vefnum. Í framhaldsskólalögum nr. 92/2008 er kveðið á um innra mat framhaldsskóla og við sjálfsmat í FSu er stuðst við skoskt kerfi FSu sem nefnist ,,How good is our school". Í samræmi við laganna hljóðan eru sjálfsmatsskýrslur birtar á vef skólans. Í framhaldi segja nefnd lög að framhaldsskólar skuli sæta ytra mati menntamálaráðuneytis á a.m.k. 5 ára fresti. Það er ánægjulegt að segja frá því að í ytra mati haust 2008 fær Fjölbrautaskóli Suðurlands fullt hús stiga.

Síðast uppfært 25. febrúar 2014