Fréttir & tilkynningar

26.09.2022

GLÖGGT ER GESTS AUGAÐ

Í fyrstu kennsluviku þessarar haustannar 2022 komu í heimsókn sex erlendir kennarar frá Spáni og Búlgaríu. Tilefni heimsóknarinnar var að kynna sér starfsemi Fjölbrautaskóla Suðurlands og um leið var hún liður í menntaáætlun Evrópusambandsins – Erasmus + sem kallast Job Shadowing og gæti útlagst á íslensku sem athöfn til að skyggna (eða skoða) skólastarf. Að sögn Ragnheiðar Eiríksdóttur heimspekikennara við FSu sem sá um þessa heimsókn voru þessir dagar afar vel heppnaðir - sem ýmsir kennarar við skólann nutu og margir nemendur.

Viðburðir

Yfirlit viðburða