Fréttir & tilkynningar

21.05.2022

FJÖLMENN OG GLÆSILEG ÚTSKRIFT Í FSu

Segja má að veðrið og tónlistin, söngurinn, ræðurnar, gleðin og námsárangur nemenda hafi verið í hæsta gæðaflokki laugardaginn 21. maí þegar skólahaldi FSu var slitið með útskrift kláranna eins og hefð er fyrir að nefna þá sem ljúka þaðan námi. Langþráðri og lifandi útskrift var loks náð eftir nokkrar cóvid annir með fullum sal af fólki. Hvert sæti var skipað og hefur ekki fjölmennari útskrift verið haldin í FSu í fjölda ára.