Forvarnarverkefnið Öruggara Suðurland varð til á stofnfundi í Þorlákshöfn 18. apríl árið 2024. Í því er lögð áhersla á að vinna að forvörnum og afbrotavörnum á breiðum samfélagsgrunni þar sem opinberar stofnanir og félagasamtök taka höndum saman. Í þeim efnum leikur fyrirbærið samfélagslöggan jákvætt og uppbyggilegt hlutverk og sinnir forvörnum í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og í félagsmiðstöðvum.
Nú á vordögum býður Endurmenntun græna geirans upp á nokkur námskeið ætluð fyrir fagmenntaða garðyrkjufræðinga. Athyglinni verður beint að klippingu, umhirðu og áhættumati trjágróðurs. Einnig verður námskeið um forvarnir gegn gróðureldum.
Í lok nóvember síðastliðinn var afhjúpað nýtt merki fyrir Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands en slíkt hefur kórinn ekki átt áður. Um samkeppni var að ræða sem fram fór á milli nemenda í áfanganum NÝMI2GH05 eða grafísk hönnun þar sem snert er á ýmsum þáttum eins og letri og meðferð þess, táknmáli forma og lita, heildarframsetningu veggspjalda og bæklinga og kíkt inn í heim vörumerkja. Kennari áfangans var Ágústa Ragnarsdóttir.
Skólastarf er hafið að nýju í FSu eftir jólafrí. Nýtt ár í uppsiglingu með nýjum fyrirheitum. Skrifstofa skólans opnaði 5. janúar, starfsmannafundur og samráðsfundIr námsgreina voru haldnir degi síðar og kennsla hófst samkvæmt stundatöflu þann 8. janúar.