Fréttir & tilkynningar

19.10.2021

BÆTT NÁMSFRAMBOÐ OG AÐSTAÐA Á LITLA HRAUNI

Alkunna er að Fjölbrautaskóli Suðurlands sinnir kennslu fanga á Litla Hrauni og að Sogni. Það hefur skólinn gert í áratugi og kennslustjóri er Gylfi Þorkelsson. Aðstaðan til kennslunnar er ekki sambærileg fullbúnu skólahúsnæði og ræðst því námsframboðið talsvert af því.