Fín frammistaða FSu-ara gegn FÁ í kvöld 21. janúar í Efstaleiti RÚV en auðvitað er alltaf takmark að komast í sjónvarpið. Útvarpstap 21 gegn 30 stigum Ármýlinga. Góð frammistaða í hraðaspurningum þar sem FSu náði 13 gegn 14 stigum FÁ.
Nemendalið FSu bar sigur úr býtum í GETTU BETUR á móti Framhaldsskólanum á Laugum fimmtudaginn 9. janúar síðastliðinn. Næsta viðureign liðsins verður þriðjudagskvöldið 21. janúar á móti Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
Þrátt fyrir verkfall kennara við FSu á síðustu önn tókst með samheldni og lausnamiðuðum aðferðum að koma námskipi FSu heilu í höfn. Allir lögðust á árarnar, stjórnendur, starfsfólk og nemendur. Uppskeran var laugardaginn 11. janúar og skólinn litaðist gulum ljóma.
Miðvikudaginn 15. janúar verður kennt með hraðkennslufyrirkomulagi. Markmiðið er nemendur hitti alla sína kennara þar sem farið verður yfir námsáætlanir og fleira. Um 30 mínútna kennslustundir er að ræða.