Kæru nemendur.
Við fylgjumst með fréttum og þeim jarðskjálftum sem nú standa yfir á Reykjanesi. Við höldum ró okkar og okkar striki. Verum þó á varðbergi ef hlutir breytast. Þegar stór skjálfti ríður yfir á að - KRJÚPA - SKÝLA - HALDA.
Í öllum stofum hanga uppi reglur um viðbrögð við jarðskjálftum sem ég bið ykkur að lesa, þar eru þessi hugtök skýrð frekar.
Gangi okkur öllum vel.