Forvarnarstefna

Forvarnarstefna

Markmiðin eru að skólinn:

Stuðli að því að nemendur hans tileinki sér heilbrigðan lífsstíl.
Efli sjálfsmynd nemenda.
Sporni gegn sjálfseyðandi hegðun.
Leitist við að seinka eða koma í veg fyrir neyslu hvers kyns fíkniefna.
Að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast á sinn einstaka hátt.

Leiðir: 
-Skólinn ráði forvarnafulltrúa
-Forvarnafulltrúi sé frumkvöðull sem tengist félagslífi nemenda og tómstundastarfi
-Forvarnafulltrúi stuðli að opinni umræðu um forvarnir meðal nemenda, kennara og foreldra
-Forvarnafulltrúi móti sér áætlun fyrir hvert ár og verði árangur af starfinu metinn árlega hið minnsta
-Skólinn móti sér skýrar reglur og viðurlög við brotum á þeim
-Skólinn starfi með öðrum aðilum sem vinna að forvörnum innan héraðs
-Samstarf verði haft við grunnskóla á skólasvæðinu um forvarnir
-Skólinn leiti leiða til að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi vegna vímuefnanotkunar
-Skólinn virki foreldra til samstarfs um forvarnir
-Skólinn dreifi upplýsingum og fræðslu til nemenda, kennara og foreldra
-Skólinn fræði starfsfólk um einkenni vímuefnanotkunar
-Skólinn efli íþróttir, listir og annað uppbyggilegt starf
-Skólinn sjái til þess að á engan hátt sé hvatt til neyslu tóbaks, áfengis eða annarra vímuefna innan skólans (t.d. með auglýsingum vínveitingastaða eða kynningum Nemendaráðs)
-Vímulausum skemmtunum á vegum skólans verði fjölgað
-Skólinn bjóði námskeið til að hætta reykingum
-Lögð verði áhersla á að efla fjölbreytt félagslíf nemenda, svo sem leiklist, hljóðfæraleik og tónlistarhlustun, myndlist, dans, kvikmyndir, spil, skák, lestur, vélaviðgerðir, smíðar, klúbbastarf hverskonar, ferðalög, útivist, ...
-Skólinn stuðli að góðum samskiptum í nemendahópnum, til dæmis með hópvinnu í skólastarfinu
-Skólinn styðji vímulausa nemendur til frekari afreka
-Forvarnir og umræða um þær verði þáttur í sem flestum áföngum skólans
-Ímynd skólaballa verði breytt þannig að á engan hátt sé hvatt þar til áfengisneyslu og hún verði ekki sjálfsagður þáttur í þessum samkomum
-Forvörnum sé einkum beint að ósjálfráða nemendum fyrst í stað og áhersla lögð á að svipta dýrðarljómanum af áfengisneyslu og annarri fíkniefnanotkun
-Skólinn fræði nemendur og starfsfólk um einelti og kynsjúkdóma.
-Skólinn bjóði upp á áfallahjálp frá fagfólki þegar þörf krefur.
Forvarnarvefur skólans