Forvarnarstefna

Markmið skólans er
- að efla sjálfsmynd nemenda og að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast á sinn einstaka hátt
- að nemendur tileinki sér heilbrigðan lífsstíl
- að koma í veg fyrir neyslu vímuefna og sporna gegn sjálfseyðandi hegðun 

Leiðir

Skólinn er með forvarnafulltrúa sem
- tengist félagslífi nemenda og tómstundastarfi
- mótar áætlun fyrir hvert ár og er árangur af starfinu metinn reglulega
- stuðlar að umræðu um forvarnir meðal nemenda, kennara og foreldra
- hefur samstarf við skóla og aðra aðila um forvarnir 

Fjölbrautaskóli Suðurlands
- vinnur að viðhorfsbreytingum sem hvetja til vímulauss lífernis
- sér til þess að á engan hátt sé hvatt til neyslu tóbaks, áfengis eða annarra vímuefna innan skólans
- leggur áherslu á vímulausar skemmtanir og fjölbreytt félagslíf nemenda
- upplýsir og fræðir nemendur, kennara og foreldra um einkenni og skaðsemi vímuefnanotkunar og forvarnir
- leggur áherslu á að forvarnir og umræða um þær séu hluti af skólastarfinu
- stuðlar að góðum samskiptum í nemendahópnum
- eflir íþróttir, listir og annað uppbyggilegt starf
- leitar leiða til að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi vegna vímuefnanotkunar
- býður upp á áfallahjálp hjá fagfólki þegar þörf krefur
- mótar sér skýrar reglur og viðurlög við brotum á þeim 

Upplýsingar um forvarnarfulltrúa

Síðast uppfært 30. janúar 2020