Nemendaráð
Nemendaráð er kosið af nemendum skólans. Það er fulltrúi nemenda gagnvart skólayfirvöldum og aðilum utan skólans. Aðsetur þess er í Árbliki í Iðu. Kosið er í embætti félagsins á hverju vori að undangengnum framboðum og kosningabaráttu.
Á vegum félagsins starfa fjölbreyttir klúbbar og ýmsir fastir liðir eru orðnir að hefð í skólalífinu svo sem söngkeppni, kátir dagar, Flóafár, Gettu betur og árshátíð. Formaður, varaformaður og gjaldkeri sitja jafnframt í skólaráði.
Nemendaráð skólaárið 2025 - 2026:
- Daníel Smári Björnsson - Formaður
- Hrafnkell Örn Blöndal - Varaformaður
- Ásdís Eva Magnúsdóttir - Varagjaldkeri
- Ásgeir Örn Sverrisson - Formaður Íþróttanefndar
- Guðrún Birna Kjartansdóttir - Samskiptafulltrúi
- Áslaug Rún Davíðsdóttir - Markaðs- og kynningarfulltrúi
- Sigmar Símonarson - Formaður Sælunnar
- Valgeir Gestur Eysteinsson - Rit- og málfundar-fulltrúi
- Dagmar Sif Morthens - Skemmtinefnd
Nemendafélagið auglýsir starfsemi sína á eftirfarandi miðlum:
Stutt lýsing á hlutverki hvers og eins:
Formaður
- Stýrir fundum nemendafélagsins og hefur yfirumsjón með starfi þess.
- Er andlit nemendafélagsins og ber ábyrgð á að stefnu félagsins sé framfylgt.
Varaformaður
- Staðgengill formanns, sinnir skyldum formanns í fjarveru hans.
- Varaformaður sér almennt um söngkeppni NFSu sem er haldin á hverri haustönn.
Gjaldkeri
- Annast fjármál nemendafélagsins.
- Heldur utan um reikninga, bókhald og fjárhagsáætlanir.
Varagjaldkeri
- Staðgengill gjaldkera.
Formaður íþróttanefndar
- Sér um félagslíf í miðvikudagsgötum.
- Skipuleggur íþróttaviðburði, keppnir og stuðlar að auknu hreyfi- og heilsustarfi meðal nemenda.
Samskiptafulltrúi
- Ber ábyrgð á samskiptum nemendafélagsins við aðra aðila, t.d. Tónlistaframleiðendur, önnur félög eða almenning.
Markaðs- og kynningarfulltrúi
- Sér um kynningu á viðburðum og starfsemi nemendafélagsins.
- Kemur á framfæri upplýsingum gegnum samfélagsmiðla, auglýsingar o.fl.
Rit- og málfundarfulltrúi
- Skrifar fundargerðir og annast formlega skjalaútgáfu.
- Tryggir að málum sé rétt og formlega fylgt eftir í fundargerðum og skjölum.
Skemmtinefnd
- Skipuleggur skemmtanir og félagslega viðburði fyrir nemendafélagið.
- Sér til þess að stemning og félagslíf blómstri.
Síðast uppfært 21. október 2025







