Nemendaráð

Nemendaráð
Nemendaráð er kosið af nemendum skólans. Það er fulltrúi þeirra gagnvart skólayfirvöldum og aðilum utan skólans. Aðsetur þess er í Odda, sími 482 4343, fax 482 4344, netfang nfsu@fsu.is . Kosið er í embætti félagsins á hverju vori að undangengnum framboðum og kosningabaráttu. Á vegum félagsins starfa ýmsir klúbbar og ýmsir fastir liðir eru orðnir að hefð í skólalífinu svo sem söngkeppni, kátir dagar, Flóafár, Gettu betur og árshátíð.