Aðgangur að INNU og Office365 í FSu

Nemandi sem er skráður í INNU getur skráð sig þar inn með rafrænum skilríkjum. Ef þau virka ekki þá þarf að láta athuga þau, t.d. skipta um sim-kort hjá þjónustuaðila, fara svo í bankann, sýna skilríki og láta tengja rafrænu skilríkin við nýja sim-kortið.
 
Annar möguleiki er að nota Íslykil. Ef Íslykill er gleymdur þá er hægt að fá sendan nýjan Íslykil í heimabanka. Í heimabanka er hægt að komast með lykilorði og notandanafni og að auki sms-auðkenningu hjá sumum. 
 
Þriðji möguleikinn á að komast í INNU er að smella á Office auðkenningu. En til þess að þetta sé hægt þarf að vera búið að opna á Office innskráningu undir Stillingar í INNU. Ef skólalykilorð er gleymt þá þarf að koma í skólann og fá nýtt lykilorð en þá þarf viðkomandi að auðkenna sig, t.d. með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt. Eftirfarandi aðilar geta búið til nýtt skólalykilorð: Bókasafn, skrifstofa, tölvuþjónusta í stofu 306b og kerfisstjóri með aðsetur í Iðu - vestur.
 

Skólalykilorð eru afhent nýnemum við komu þeirra í skólann. Þau eru að lágmarki 12 stafir að lengd. Með því að slá inn kennitölu og skólalykilorð geta nemendur tengst tölvum skólans. Til að tengjast Office365 kerfinu þarf almennt að slá inn nafn.millinafn.kenninafn@fsu.is. Notendur geta breytt skólalykilorði sjálfir með því að skrá sig inn á tölvu sem tengd er við net skólans og smella á Ctrl-Alt+Delete  og velja Breyta lykilorði (Change password). Skólalykilorð gildir í eitt ár og þegar það er útrunnið þarf að endurnýja það í skólatölvu. 

Office 365
Allir nemendur skólans hafa aðgang að Office 365 pakkanum á meðan þeir eru skráðir í skólann og geta sett hann upp á 5 tölvum.   Sjá leiðbeiningar hér:   Athugið að notandanafn í Office 365 er almennt á forminu nafn.millinafn.kenninafn@fsu.is.
Allir skráðir í skólann fá tölvupóstfang sem samanstendur af fullu nafni, millinafni  og kenninafni en ekki sér íslenskum stöfum.  Dæmi: Jón Ævar Jónsson fær þá netfangið:   jon.aevar.jonsson@fsu.is og Þóra Þórsdóttir fær netfangið: thora.thorsdottir@fsu.is.

Til að opna á Office 365 auðkenningu við Innu þarf að byrja á því að skrá sig í Innu á rafrænum skilríkjum og fara í Stillingar, sjá eftirfarandi mynd: 

 

 

og velja þar: Innskráning með Google og Office 365, smella svo á Opna fyrir aftan Office 365:

 Því næst getur þurft að slá inn Office 365 notandanafnið og lykilorðið. 

Síðast uppfært 20. september 2021