Tölvustofur - tölvukerfi

Þegar nemendur skrá sig í skólann fá þeir aðgang að kennslukerfinu Innu sem og að tölvukerfi skólans (staðarneti).  Einnig fá nemendur aðgang að Office 365, sem býður upp á geymslupláss í skýi auk tölvupósts hjá FSu sem verður fulltnafnnemanda@fsu.is. 365 aðganginum fylgir einnig nýjasta útgáfa af Office forritunum, Word, Excel og Powerpoint bæði fyrir Windows og Mac tölvur, á meðan þeir eru skráðir í skólann. Gert er ráð fyrir að nemendur skrái einka tölvupóstfang við innritun. Að hausti fá nýnemar afhent notendanafn og leyniorð sem gengur inn á Innu og á staðarnetið. Notendanafn og leyniorð þarf nemandi að passa vel því mikilvægt er að þessar upplýsingar komist ekki í hendurnar á óviðkomandi. 
Inn á Innu er einnig hægt að nota Íslykil. Ef lykilorði er breytt í Innu munu breytingarnar verða komnar inn á FSu kerfin næsta dag. 

Dæmi um notendaupplýsingar fyrir Innu og skólatölvur:
Notendanafn:kennitala notanda
Leyniorð: u2xRv5 

Nemendum er bent á að kynna sér vel reglur skólans um aðgang að tölvukerfinu.

Síðast uppfært 31. janúar 2019