Tölvustofur - tölvukerfi

Þegar nemendur skrá sig í skólann fá þeir aðgang að aðgang að tölvukerfi skólans (staðarneti), þar sem eru í boði möguleikar á útprentun og aðgang að Moodle (kennsluumsjónarkerfi).  Einnig fá nemendur fría áskrift að Office 365, sem er nýjasta útgáfa af Office forritunum, Word, Excel og Powerpoint bæði fyrir Windows og Mac tölvur, á meðan þeir eru skráðir í skólann. Gert er ráð fyrir að nemendur skrái sitt eigið tölvupóstfang við innritun, t.d. hjá Gmail eða Hotmail (frípóstþjónustur). Að hausti fá nýnemar afhent notendanafn og leyniorð sem gengur inn á staðarnetið og Moodle. Notendanafn og leyniorð þarf nemandi að passa vel því mikilvægt er að þessar upplýsingar komist ekki í hendurnar á óviðkomandi. 
Nemendur geta einnig notað þessi aðgangsorð inná Innu, en þar er einnig hægt að nota Íslykil.

Dæmi um notendaupplýsingar fyrir Moodle og skólatölvur:
Notendanafn:kennitala notanda
Leyniorð: u2xRv5 

Nemendum er bent á að kynna sér vel reglur skólans um aðgang að tölvukerfinu.