Tölvustofur - tölvukerfi
Þegar nemendur skrá sig í skólann fá þeir aðgang að kennslukerfinu Innu sem og að tölvukerfi skólans (staðarneti). Einnig fá nemendur aðgang að Office 365, sem býður upp á geymslupláss í skýi auk tölvupósts hjá FSu sem verður nafn.millinafn.eftirnafn@fsu.is
365 aðganginum fylgir einnig nýjasta útgáfa af Office forritunum, Word, Excel og Powerpoint bæði fyrir Windows og Mac tölvur, á meðan þeir eru skráðir í skólann. Gert er ráð fyrir að nemendur skrái einka tölvupóstfang við innritun. Nemendur skrá sig í Innu með rafrænum skilríkjum.
Leiðbeiningar fyrir 365 innskráningu: https://www.fsu.is/is/lykilord-i-fsu
Nemendum er bent á að kynna sér vel reglur skólans um aðgang að tölvukerfinu.
Síðast uppfært 19. nóvember 2025







