Stýrihópur um upplýsingatækni

Stýrihópur um upplýsingatækni
Stýrihópur um upplýsingatækni var stofnaður þegar skólinn tók þátt í þróunarverkefni í upplýsingatækni ásamt tveimur öðrum framhaldsskólum og þremur grunnskólum. Verkefnið hófst í janúar 1999 og því lauk í júní 2002. Hlutverk stýrihópsins var að sinna eftirtöldum verkefnum:
1.    Þróun aðferða við beitingu upplýsingatækni í kennslu og skólastarfi.
2.    Þróun aðferða við þjálfun starfsfólks og nemenda í notkun upplýsingatækni.
3.    Miðla öðrum skólum og kennurum þeirra af reynslu sinni og þekkingu á notkun upplýsingatækni.
4.    Veita ráðgjöf við hönnun og útgáfu kennsluhugbúnaðar og annast tilraunakennslu á honum.
5.    Taka við kennaranemum í æfingakennslu með áherslu á upplýsingatækni.
Þótt verkefninu sé lokið hittist hópurinn reglulega og mótar stefnu upplýsingamála í skólanum. Í hópnum sitja skólameistari, áfangastjóri, kerfisstjóri, aðstoðarkerfisstjóri, bókasafnsfræðingur og skjalastjóri. 

Síðast uppfært 24. nóvember 2020