Jafnlaunastefna FSu

Jafnlaunastefna þessi tekur til Fjölbrautaskóla Suðurlands (framhaldsskóla með bóklegt og verklegt nám á Suðurlandi) og kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsfólki hans þau réttindi sem kveðið er á um í  jafnréttislögum nr. 150/2020 og annarra laga, reglugerða og skuldbindinga sem þeim fylgja.

Markmið skólans er að allt starfsfólk njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar.

Hver einstaklingur er metinn að verðleikum eftir hæfni og frammistöðu, óháð kyni þannig að hæfileikar og færni fái notið sín. Starfsfólk skal hafa jöfn tækifæri til að axla ábyrgð og sinna verkefnum í samræmi við menntun og sérfræðiþekkingu . 

Skólameistari ber ábyrgð á jafnlaunakerfi FSu,  á jafnlaunastefnunni og að lagalegum kröfum sé framfylgt.  Yfirstjórn er ábyrg fyrir innleiðingu og viðhaldi þess í samræmi við Jafnlaunastaðal: ÍST 85 og önnur lög og reglugerðir er tengjast jafnréttismálum.

Markmið Fjölbrautaskóla Suðurlands er að vera eftirsóttur vinnustaður í Árborg.

Til þess að ná markmiðum jafnlaunastefnunnar skal FSu:

  • Reka og viðhalda vottað jafnlaunakerfi sem byggist á Jafnlaunastaðli nr. ÍST 85, það skjalfest og því viðhaldið.
  • Gera innri úttekt og halda rýni stjórnenda árlega. 
  • Framkvæma launagreiningu a.m.k. einu sinni á ári þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athugað hvort munur mælist á launum eftir kyni og í framhaldinu kynna helstu niðurstöður fyrir starfsfólki.
  • Bregðast við óútskýrðum launamun með umbótum sé hann til staðar.
  • Fylgja viðeigandi lögum, reglugerðum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta á fundi hlítni við lög.
  • Stefnan skal kynnt árlega og vera aðgengileg almenningi á vef skólans. 

Endurskoðun jafnlaunastefnunnar verður næst vor 2024.

Síðast uppfært 22. maí 2023