Umgengni

Útidyr 

Nemendur skulu fyrst og fremst nota aðalanddyri skólans. 

Skápar

Hægt er að leigja skápa í skólanum gegn greiðslu leigugjalds. Um er að ræða tvær stærðir skápa og hafa fartölvunotendur forgang að skápum með rafmagnstenglum. 

Bílastæði

Mikilvægt er að nemendur temji sér góða siði við að leggja ökutækjum sínum, leggi ekki í götuna, ekki í bílastæði fatlaðra (nema eftir því sem við á), ekki upp á gangstéttum og ekki fyrir framan anddyri húsanna. Þeir sem leggja ólöglega geta átt von á sektum og að bifreiðar þeirra verði fjarlægðar. 

Næring

Mötuneyti nemenda býður upp á brauð og ýmsar mjólkurvörur, en auk þess eru framreiddur heitur matur  í hádegishléi. Nemendum er treyst til þess að umgengni um mötuneytið sé í góðu lagi sem og annars staðar í húsinu, en í því felst m.a. að skila diskum og matarleifum á þar til gerða vagna og fara ekki með mat og drykk upp á hæðirnar. 

Óþverri / fíkniefni

Samkvæmt lögum nr. 6/2002 frá Alþingi, dags. 31. janúar 2002, eru reykingar með öllu bannaðar í framhaldsskólum og á lóðum þeirra. - Ölvun og meðferð eða neysla áfengis eða annarra vímugjafa í húsum eða á lóð skólans er stranglega bönnuð. Brot gegn því banni getur varðað brottrekstri úr skólanum. Þá er sérstaklega vakin athygli á því að notkun munn- og neftóbaks og rafretta er bönnuð í skólanum.

1. Öll neysla og notkun tóbaks er óheimil í húsnæði skólans og skólalóð.
2. Öll meðferð áfengis og/eða annarra vímuefna er bönnuð í húsnæði og á lóð skólans.  Viðurlög við brotum á skólareglum eru háð ákvörðunum skólayfirvalda/ kennara í hverju tilviki og geta varðað allt að brottvísun úr skóla.
3. Auglýsingar frá vínveitingahúsum eða öðrum sem hvetja til neyslu hvers konar vímuefna, áfengis eða tóbaks eru bannaðar í húsum skólans og á lóðum hans.

4. Á skólaskemmtunum og á ferðalögum á vegum skólans ber nemendum og starfsfólki skólans að sýna góða hegðun í hvívetna.
  
Reglur um auglýsingar í FSu

Þessar reglur voru samþykktar á 365. fundi Skólaráðs FSu 12. október 1999. Megintilgangur reglnanna er sá að nemendur viti hvar ganga megi að tilteknum upplýsingum og að auglýsingatöflurnar yfirfyllist ekki af (gömlum) auglýsingum.

Auglýsingatöflur ætlaðar nemendum eru tvær í Odda, tvær  í Hamri og tvær í Iðu.

* Utanaðkomandi aðilar skili sínum auglýsingum á skrifstofuna. Skrifstofan mun síðan sjá um að setja þær upp (og dagsetja og stimpla).
* Auglýsingar skemmtistaða (í anddyri) með vínveitingaleyfi eru ekki leyfðar vegna skemmtana sem haldnar eru kvöldið fyrir kennsludag (t.d. á fimmtudagskvöldum).
* Að jafnaði skal ekki auglýst annars staðar en á auglýsingatöflunum, og alls ekki á kjörnunum (rauða, gula og græna), salarhurðunum eða glerveggnum á bókasafninu.
Ef nemendaráð eða nefndir á þess vegum telja nauðsynlegt að auglýsa á sérstaklega áberandi hátt skal notast við frístandandi flekann (sem þá sé staðsettur gegnt anddyrinu).

Útleiga húsnæðis

Hér eru raktar meginreglur sem gilda um leigu á húsnæði FSu.

1. Skólinn er ekki leigður fyrir einkasamkvæmi.
2. Samkomum/starfsemi skal lokið eigi síðar en kl.23.00.
3. Sala áfengis og neysla þess er óheimil í húsnæði skólans.
4. Allar skemmdir á húsnæði og eigum skólans skulu bættar að fullu.

Síðast uppfært 18. október 2023