Skólasóknarreglur

 Skólasóknarreglur sem taka gildi frá og með haustönn 2015

1. Nemendum ber að sækja allar kennslustundir samkvæmt stundaskrá. Brot á skólasóknarreglum er jafnframt brot á skólareglum.

2. Kennari merkir við í upphafi kennslustundar. Mæti nemandi eftir það telst hann koma of seint. Nemandi telst fjarverandi úr kennslustund ef hann kemur eftir að 20 mínútur eru liðnar af kennslustund. Sé nemandi fjarverandi hlýtur hann 1 fjarvistarstig. Komi nemandi of seint í kennslustund hlýtur hann 0,33 fjarvistarstig. Yfirgefi nemandi kennslustund áður en henni lýkur og mætir ekki aftur í tímann fær hann fjarvist.

3. Ef kennari er ekki mættur þegar 10 mínútur eru liðnar af kennslustund skulu nemendur leita eftir skýringum á skrifstofu.

4. Réttur til próftöku/loka námsmats ákvarðast af mætingu, verkefnaskilum og annarri vinnu á önninni. Kennarar ákvarða skilaskyldu verkefna í upphafi annar og tilkynnist hún með kennsluáætlunum.

5. Nemandi sem ekki mætir í kennslustund fær skráða fjarvist og gildir einu hvort um sé að ræða óviðráðanlega fjarvist eður ei.

Svigrúm nemandans/nemenda kemur fram í töflunni hér að neðan:

Einingar Dæmi um áfanga Hámark fjarvista

Fall vegna fjarvista

Einnar ein. áfangi BRAG1SA01 2 F / 2 V Nemandi dettur út við 3. fjarvistina
Tveggja ein. áfangi GÆVI2GV02 3 F / 3 V Nemandi dettur út við 4. fjarvistina

Þriggja ein. áfangi

LAND1SX03 5 F / 5 V Nemandi dettur út við 6. fjarvistina
Fjögurra ein. áfangi

RAFS2RA04

7 F / 7 V Nemandi dettur út við 8. fjarvistina
Fimm ein. áfangi STÆR2AR05 9 F / 9 V Nemandi dettur út við 10. fjarvistina

Sjö ein. áfangi

11 F / 11 V Nemandi dettur út við 12. fjarvistina

Tíu ein. áfangi

16 F / 16 V Nemandi dettur út við 17. fjarvistina
Fimmtán ein. áfangi TRÉH2HS15 20 F / 20 V

Nemandi dettur út við 21. fjarvistina

 Ath. Það geta gilt strangari mætingareglur í einstaka áfanga (sjá kennsluáætlun áfangans).

 1. Fari nemandi yfir leyfilegan fjölda fjarvista er hann skráður úr viðkomandi áfanga, fær falleinkunn og tilkynningu þar um í Innu.
 2. Nemandi hefur tveggja vikna andmælarétt til að gera grein fyrir fjarvistum sínum vegna útskráningar. Nemanda ber að mæta í alla tíma á meðan á andmælaferlinu stendur, nýti hann rétt sinn.
 3. Skólastjórnendur taka endanlega ákvörðun um brottvikningu nemanda andmæli hann útstrikuninni.

Skólasóknareinkunn

Einkunn fyrir skólasókn er gefin samkvæmt því mætingahlutfalli (raunmæting) sem fram kemur í eftirfarandi töflu:

   mætingar %  skólasóknareinkunn
97-100 10
95-96 9
93-94 8
91-92 7
89-90 6
85-88 5
81-84 4
<80 1

 

Varðandi veikindi

Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára  skulu hringja í FSu samdægurs (milli 07:45 og 10:00) vegna veikinda ungmenna sinna, og eldri nemendur vegna sinna veikinda sömuleiðis, þ.e. samdægurs milli 07:45 og 10:00.

Nemandi tekur á sig fjarvist vegna styttri veikinda, en annars gildir það sem kemur fram hér að neðan:

a. Tekið er við læknisvottorðum vegna lengri veikinda (veikindi sem standa lengur en tvo virka daga samfellt).  Starfsfólk á skrifstofu mun ekki bakfæra veikindi skv. læknisvottorðum sem eru eldri en tveggja vikna gömul (miðað við síðasta veikindadag).

b. Sé um langvarandi veikindi að ræða eða fjarvistir sökum þráláts sjúkdóms skal nemandi hafa samband við náms- og starfsráðgjafa og leggja fram vottorð strax í upphafi hvers skólaárs eða þegar veikindin koma upp (opin veikindavottorð).

Leyfisveitingar       (Eyðublað fyrir leyfisbeiðni

Ávallt eru veitt leyfi vegna:

 • - Próftöku af ýmsu tagi, t.d. ökuprófs. Staðfesting skal berast frá viðkomandi aðilum.
 • - Námsferða eða annarra ferða sem farnar eru á vegum skólans.
 • - Æfinga / útkalla á vegum björgunarsveita. Staðfesting skal berast frá viðkomandi aðilum.
 • - Þátttöku í íþrótta-, æskulýðs-  og / eða tónlistarviðburðum. Staðfesting skal berast frá viðkomandi aðilum.
 • - Fjallferða. Staðfesting skal berast frá viðkomandi aðilum.
 • - Læknisferða. Staðfesting skal berast frá viðkomandi aðilum.
 • - Dauðsfalla / jarðarfara náinna ættingja / vina.
 • - Óveðurs og ófærðar / strætó gengur ekki (þessi liður er yfirleitt ákvarðaður af skólayfirvöldum í samstarfi við Vegagerðina og Veðurstofu Íslands).

Staðfestingum skal skila innan tveggja daga frá atburði.

Tilkynningar um leyfi nemenda, skv. ofansögðu, sér starfsfólk á skrifstofu um að skrá í upplýsingakerfi skólans (Innu). Kennurum  er óheimilt að veita leyfi.

Hætti nemandi í áfanga eftir að töflubreytingum lýkur, reiknast fjöldi fjarvista miðað við þann tíma sem hann er á skrá í áfanganum.

Ef nemandi skráir sig úr áfanga eftir lok þriðju kennsluviku eða mætir ekki í próf fær hann falleinkunn (F) í áfanganum.

Við mjög sérstakar aðstæður er skólastjórnendum heimilt að veita undanþágu frá ofangreindum reglum.