Skólasóknarreglur

Skólasóknarreglur

Mikilvægt er að nemendur og forráðamenn fylgist með stöðu fjarveru í kennslukerfi Innu.

1. Nemendur eiga að mæta stundvíslega í allar kennslustundir samkvæmt stundaskrá.

2. Forráðamenn nemenda undir lögaldri og nemendur 18 ára og eldri, skulu skrá veikindi í Innu samdægurs, fyrir kl. 11:00 viðkomandi dag.

3. Fjarvera í kennslustund (55 mínútur) gefur 1 fjarvistarstig. Komi nemandi seint í kennslustund fær hann 0,33 fjarvistarstig.

4. Áfangastjóri sendir nemendum og forráðamönnum reglulega yfirlit yfir ástundun í tölvupósti og ber þeim að gera athugasemdir innan þriggja virkra daga ef þeir telja skráningar rangar. Yfirlitið gildir einnig sem áminning ef þar kemur fram að skólasókn uppfyllir ekki lágmarkskröfur.

5. Fari fjarvera (F, E eða V) nemanda yfir ákveðinn fjölda í áfanga er hann skráður úr honum og fær falleinkunn. Tilkynning berst nemanda í tölvupósti úr kennslukerfi Innu.

Viðmið vegna skráningar úr áfanga vegna fjarveru:

Einingar

Dæmi um áfanga

Hámark fjarveru

Nemandi skráður úr áfanga við:

Tveggja ein. áfangi

GÆVI2GV02

5

6. fjarveru (F/V/E)

Þriggja ein. áfangi

LAND1SX03

7

8. fjarveru (F/V/E)

Fjögurra ein. áfangi

RAFS2RA04

9

10. fjarveru (F/V/E)

Fimm ein. áfangi

STÆR1AA05

11

12. fjarveru (F/V/E)

Átta ein. áfangi

INRE2HH08

17

18. fjarveru (F/V/E)

Níu en. áfangi

HÚSA3HU09

19

20. fjarveru (F/V/E)


Ath:
 Strangari skólasóknarreglur geta gilt í einstökum áföngum (sjá námsáætlun áfanga).

Viðmið þessi gefa nemanda svigrúm til veikinda, læknisheimsókna og fjarveru vegna annarra tilfallandi aðstæðna.

6. Þegar nemandi hefur verið skráður úr áfanga hefur hann tveggja vikna andmælarétt til að gera grein fyrir fjarveru sinni. Nýti nemandi sér andmælarétt skal hann mæta í alla tíma á meðan á andmælaferlinu stendur. Skólastjórnendur í samráði við kennara taka endanlega ákvörðun um brottvikningu úr áfanga að teknu tilliti til aðstæðna og ástundar í áfanganum.

7. Nemendur sem eru fjarverandi í lengri tíma vegna veikinda skulu leggja fram læknisvottorð í upphafi annar eða þegar veikindi koma upp. Þeir skulu vera í reglulegu sambandi við kennara í viðkomandi áföngum og náms- og starfsráðgjafa þannig að hægt sé að skipuleggja námið. Fjarveru vegna veikinda (V) skal skrá í Innu.  Viðkomandi nemendur fá X í skólasóknareinkunn. Að öllu jöfnu skal skila nýju vottorði í upphafi annar.

8. Ef kennari er ekki mættur þegar 10 mínútur eru liðnar af kennslustund skulu nemendur leita skýringa á skrifstofu.

9.  Kennara er leyfilegt að gefa nemanda fjarvist sem fylgir ekki fyrirmælum kennara t.d. varðandi símanotkun eða þátttöku í tíma.

10. Nemandi sem fær leyfi ber ábyrgð á því að sinna náminu á meðan hann er fjarverandi.  Leyfi eru veitt vegna: 

  • Námsferða eða annarra ferða sem farnar eru á vegum skólans.
  • Æfinga/útkalla á vegum björgunarsveita. Staðfestingu frá viðkomandi aðilum skal skila innan tveggja daga frá atburði.
  • Þátttöku í íþrótta-, æskulýðs - og/eða tónlistarviðburðum. Staðfestingu frá viðkomandi aðilum skal skila innan tveggja daga frá atburði.
  • Fjallferða. Staðfesting skal berast frá viðkomandi aðilum.
  • Óveðurs, ófærðar/strætó gengur ekki (ákvarðaðar af skólayfirvöldum).

Almennt er ekki veitt leyfi fyrir skemmtiferðir/utanlandsferðir. 

11. Við sérstakar aðstæður er skólastjórnendum heimilt að veita undanþágu frá ofangreindum reglum.  (Eyðublað fyrir leyfisbeiðni

Starfsfólk á skrifstofu sér um að skrá leyfi í Innu.

Kennurum  er ekki heimilt að veita leyfi frá skólasóknarreglum.

Skólasóknareinkunn

Gefin er einkunn fyrir skólasókn á hverri önn. Skólasóknareinkunn endurspeglar viðveru þegar tekið hefur verið tillit til leyfisveitinga.

Skólasókn

95 – 100%

Einkunn 10

Skólasókn

92 – 94%

Einkunn 9

Skólasókn

89 – 91%

Einkunn 8

Skólasókn

86 – 88%

Einkunn 7

Skólasókn

83 – 85%

Einkunn 6

Skólasókn

81 – 82%

Einkunn 5

Skólasókn

77 – 80%

Einkunn 4

Skólasókn

74 – 76%

Einkunn 3

Skólasókn

71 – 73%

Einkunn 2

Skólasókn

0 – 70%

Einkunn 1

Við upphaf annar
Ef nemandi mætir ekki í skólann fyrstu 5 kennsludagana á önn og lætur ekki vita af sér skriflega eða með tölvupósti á fsu@fsu.is  er litið svo á að hann ætli ekki að stunda nám við skólann þá önn og er gerður óvirkur í Innu.

Síðast uppfært 17. september 2024