Jafnréttisáætlun Fjölbrautaskóla Suðurlands

Markmið jafnréttisáætlunar Fjölbrautaskóla Suðurlands er að stuðla að almennu jafnrétti og er sérstaklega tilgreint jafnrétti kynjanna. Áhersla er lögð á að allir fái notið sín án tillits til kynferðis, trúarskoðana þjóðernis og uppruna, kynþáttar, kynhneigðar, litarháttar, efnahags, ætternis, fötlunar, aldurs og stöðu að öðru leyti. Fjölbrautaskóli Suðurlands telur mikilvægt að nýta til jafns þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu og viðhorfum beggja kynja og fagnar fjölbreytileikanum. Í öllu starfi skólans verði unnið gegn viðhorfum sem leiða til aðstöðumunar kvenna og karla sem og gegn þeim neikvæðu viðhorfum sem beinast að mismunandi minnihlutahópum. Jafnréttismál og leiðir til að vinna að jafnri stöðu einstaklinga verði einnig virkur þáttur í starfsmannastefnu skólans og lögum og starfsemi nemendafélagsins.

Í skólastarfinu skal lögð áhersla á að efla sjálfstæði og sjálfsvirðingu beggja kynja. Í 28. grein laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla segir að kynjum skuli ekki mismunað í skólum og öðrum uppeldisstofnunum og skuli þess gætt að í námi og kennslu, starfsháttum og daglegri umgengni við nemendur. Kveðið er á um fræðslu um jafnréttismál á öllum skólastigum og að leitast skuli við að draga úr kynskiptu námsvali. Í jafnréttislögunum er enn fremur kveðið á um að í náms- og starfsfræðslu og við ráðgjöf í skólum skuli leitast við að kynna bæði piltum og stúlkum störf sem hingað til hefur verið litið á sem hefðbundin kvenna- og karlastörf.

Áhersla er á að nemendur njóti alhliða menntunar og fái hvatningu til náms í samræmi við þroska og áhuga hvers og eins. Mikilvægt er að þjálfa þætti eins og samvinnuhæfni og tillitssemi til að auðvelda nemendum að starfa í blönduðum hópum. Kennsluhættir sem og kennslu- og námsgögn skulu vera þannig að kynjum sé ekki mismunað á nokkurn hátt. Mikilvægt er að kennarar séu meðvitaðir um þá hættu og taki tillit til þess í daglegu starfi. Að framansögðu skal leggja áherslu á eiginleika hvers einstaklings í hópnum fremur en kynjamun. Enn fremur stefnir Fjölbrautaskóli Suðurlands að því að bjóða upp á námsframboð sem höfðar til beggja kynja.

Yfirmarkmið þessarar jafnréttisáætlunar er eftirfarandi:
Leggja skal áherslu á, í allri starfsemi skólans, að kynjum sé ekki mismunað á nokkurn hátt.

Undirmarkmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Að allir nemendur séu meðvitaðir um allt það námsframboð sem FSu hefur uppá að bjóða. Kynna fjölbreytta möguleika til náms fyrir báðum kynjum. Umsjónarkennarar
Jafnréttisfulltrúi Námsferilsstjóri
Áfangastjóri
Náms- og starfsráðgjafar.
Í mars og október ár hvert.
Að allir nemendur hafi sömu tækifæri til náms. Að engar hindranir séu til staðar fyrir nemendur til að sækja þá áfanga sem þeir kjósa. Jafnréttisfulltrúi
Áfangastjóri
Skólameistari
 Í september ár hvert.
Að námsframboð, kennsluhættir og námsgögn höfði til beggja kynja. Upplýsingar um kynjahlutfall mismunandi námsbrauta. Skoða brottfall eftir kyni. Áfangastjóri
Sviðsstjórar
Jafnréttisfulltrúi
 Í júní ár hvert.
Að kennsluhættir og námsgögn mismuni ekki ólíkum nemendahópum. GNOK (gæði náms og kennslu)-könnun lögð fyrir nemendur.
Skólinn tekur þátt í Skólapúlsinum.

 Sjálfsmatshópur FSu

Jafnréttisfulltrúi

GNOK-könnun 3. hvert ár.
Skólpúlsinn í nóvember ár hvert.
Að starfsemi eða útgefið efni nemendafélags skólans mismuni ekki nemendum á nokkurn hátt. Í hverri kosningu til nemendaráðs er kosinn jafnréttisfulltrúi nemenda.

Jafnréttisfulltrúi

Jafnréttisfulltrúi nemenda.

Félagsmálafulltrúi

Funda minnst 1 sinnu á önn og fara yfir stöðuna.

Launajafnrétti
Við ákvörðun launa skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað. Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir sambærileg störf. Jafnræðis skal einnig gætt hvað varðar hvers konar frekari þóknun, beina og óbeina, hvort heldur er með hlunnindagreiðslum eða öðrum hætti. Einnig skulu þau njóta sömu kjara hvað varðar lífeyris-, orlofs- og veikindarétt og hvers konar önnur starfskjör eða réttindi sem metin verða til fjár sbr. 19.gr. laga nr. 10/2008.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Gæta skal þess að konur og karlar fái sömu laun og njóti sömu kjara fyrir sambærileg störf. Árleg greining á launum og fríðindum starfsmanna ásamt tölfræðilegri samantekt. Leiðrétta laun ef óútskýranlegur mismunur kemur fram.

Skólameistari Aðstoðarskólameistari Fjármálastjóri

Jafnréttisfulltrúi

Lokið í febrúar ár hvert.

Auglýsingar og upplýsingagjöf
Í auglýsingum eru störf ókyngreind og þess gætt að hafa bæði kynin í huga við gerð auglýsinga. Auglýsingar á vegum nemendafélagsins skulu ekki mismuna kynjunum eða ýta undir neikvæðar staðalímyndir kynjanna.
Þegar birtar eru tölfræðilegar upplýsingar á vegum skólans skulu þær jafnan greindar eftir kyni, eftir því sem við á.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Að auglýsingar um störf séu ókyngreindar og höfði til beggja kynja Fara yfir auglýsingar sem fara frá skólanum. Skólameistari Aðstoðarskólameistari Jafnréttisfulltrúi Farið sé yfir stöðuna einu sinni á hverju skólaári, þ.e. í október
Að tölfræðilegar upplýsingar séu kyngreindar eftir því sem við á. Leitast verður við að kyngreina upplýsingar sem fram koma á vef skólans og í fréttatilkynningum eins og við á. Jafnréttisfulltrúi Farið sé yfir stöðuna einu sinni á hverju skólaári, þ.e. í október. 
Auglýsingar á vegum nemendafélagsins skulu ekki mismuna kynjunum eða ýta undir neikvæðar staðalímyndir kynjanna. Fara yfir auglýsingar sem fara frá nemendafélaginu.

Jafnréttisfulltrúi

Jafnréttisfulltrúi nemenda.

 


Stöðuveitingar og störf
Jafnréttissjónarmið verði metin til jafns við önnur mikilvæg sjónarmið sem ráða við stöðuveitingar. Stefnt er að því að halda sem jöfnustu hlutfalli kynjanna í hinum ýmsu störfum innan skólans. Þess verði gætt að einstaklingum sé ekki mismunað vegna kynferðis við úthlutun verkefna, tilfærslu í störfum, tækifæra til að axla ábyrgð og framgang í störfum.

Við val í nefndir innan nemendafélagsins skal leitast við að hafa hlutföll kynjanna eins jafnt og kostur er.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Að reyna eftir fremsta megni að jafna fjölda karla og kvenna í sambærilegum störfum í skólanum. Fylgjast markvisst með úthlutun verkefna og tilfærslum innan skólans.

Skólameistari, aðstoðarskólameistari

Jafnréttisfulltrúi

Lokið í febrúar ár hvert
Að leitast við að hafa kynjahlutfallið jafnt í stjórnum, nefndum, ráðum og öðrum tímabundnum störfum.  Hvetja bæði kynin til þátttöku.

Stjórnendur

Jafnréttisfulltrúi

Lokið í febrúar ár hvert.

Að leitast við að hafa kynjahlutfallið jafnt í stjórnum, nefndum, ráðum og öðrum tímabundnum störfum nemendafélagsins. 

Hvetja bæði kynin til þátttöku.

Jafnréttisfulltrúi

Jafnréttisfulltrúi nemenda

Félagsmálafulltrúi

Apríl ár hvert.


Starfsþjálfun og endurmenntun
Tryggt verði að konur og karlar njóti sömu möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar og til að sækja námskeið er haldin eru til að auka hæfni í starfi eða undirbúnings öðrum störfum. Til að tryggja að svo megi vera þarf að safna skipulega saman upplýsingum um starfsþjálfun og endurmenntun starfsmanna.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Tryggt sé að starfsþjálfun,endurmenntun og símenntun sé aðgengileg báðum kynjum. Árleg greining á sókn kvenna og karla í sambærilegum störfum í endurmenntunarnámskeið og í starfsþjálfun

Aðstoðarskólameistari Fjármálastjóri

Jafnréttisfulltrúi

Lokið í febrúar ár hvert.


Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs
Leitast er við að gera starfsmönnum kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu með sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri vinnuhagræðingu, eftir því sem við verður komið.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Að komið sé til móts við starfsfólk með sveigjanlegum og fyrirsjáanlegum vinnutíma eins og kostur er.

Kennarar geta lagt fram óskir um kennslumagn og skipulag stundatöflu og eru þær virtar eins og kostur er.

Komið er til móts við annað starfsfólk með tilhliðrun vinnutíma eins og hægt er.

Skólameistari Aðstoðarskólameistari

Jafnréttisfulltrúi

Maí og desember


Starfsandi og líðan
Lögð er áhersla á góða líðan nemenda og starfsmanna og góðan starfsanda í skólanum. Allir nemendur og starfsmenn eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og sæti ekki kynferðislegri áreitni, einelti né öðru ofbeldi. Skv. skilgreiningu jafnréttislaganna er kynferðisleg áreitni kynferðisleg hegðun sem er ósanngjörn og/eða móðgandi og í óþökk þess sem fyrir henni verður, hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess eða þeirra sem fyrir henni verða og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Kynferðisleg áreitni getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi

Kynferðisleg áreitni og einelti er ekki liðið í FSu.

Koma skal fram við alla starfsmenn og nemendur af virðingu

Verkefnið ,, Skólinn í okkar höndum“ felur í sér fræðslu um einelti og forvarnir fyrir nemendur.

Kynntir eru verkferlar sem eru til staðar í skólanum.

Skólameistari Aðstoðarskólameistari
Trúnaðarmenn starfsfólks.
Verkefnastjórar SKOH-verkefnisins.
Jafnréttisfulltrúi
Allt starfsfólk FSu
Kynnt í upphafi skólaárs.
Að til staðar séu verkferlar varðandi kynferðislega áreitni í FSu.

Að búa til verkferla varðandi kynferðislega áreitni gagnvart nemendum og starfsfólki.

Jafnréttisfulltrúi

Skólameistari

Aðstoðarskólameistari

Verkefnastjórar SKOH-verkefnisins

Þessir verkferlar skulu vera tilbúnir í október 2015


Jafnréttisáætlun Fjölbrautaskóla Suðurlands skal endurskoðuð og metin á þriggja ára fresti. Næst verður hún endurskoðuð og metin haustið 2017.