Útprentun á bókasafni

Nemendur geta prentað út verkefni sín á laserprentara sem er á bókasafninu. Hér eru nokkrar leiðir til þess: 
1. Hægt er að innskrá sig á tölvurnar tvær til hægri við innganginn, sækja skjalið á netið eða USB lykil og prenta út. Þessar tölvur eru sérstaklega fráteknar fyrir útprentun og því eru líkur á að þær séu lausar.
2. Hægt er að innskrá sig á vinnustöðvarnar inni á safninu og prenta þaðan. Hugsanlegt er að bíða þurfi eftir vinnustöð því talsverð eftirspurn er eftir þeim á álagstíma.
3. Nemendur með einkatölvu tengda við FSu netið geta fundið prentarann og sett upp í sínum tölvum. Hann heitir HP LaserJet P3010 series (Hewlett Packard) með ip töluna 172.16.0.20

 

Síðast uppfært 16. mars 2017