Reglur um svindl í verkefnum og prófum

Nemendur sem verða uppvísir að svindli í verkefnagerð (t.d. ritstuldur, ofnotkun á gervigreind, verkefni frá öðrum)

  • Nemandi sem svindlar fær 0 í einkunn og eitt tækifæri til að gera verkefnið aftur.
  • Kennari ræðir við viðkomandi og skráir atvik og samtal í athugasemd í Innu.
  • Ef kennari sér að nemandi hefur orðið uppvís að sama athæfi í öðrum áfanga, þá stendur Núllið.
  • Ef um endurtekið svindl er að ræða, þá er málum vísað til stjórnenda.

Nemendur sem verða uppvísir að svindli í prófi (t.d. óleyfileg hjálpargögn)(minni próf á önninni)

  • Nemandi sem svindlar í prófi fær 0 í einkunn og ekki tækifæri á endurtekt.
  • Kennari skráir svindlið í athugasemd í Innu.

 

Ritstuldur/verkefni gert í gervigreind

Sömu reglur gilda um notkun gervigreindar við skrif og gilda um heimildaskráningu almennt. Reglur um heimildaskráningu má finna á heimasíðu skólans. https://www.fsu.is/is/namid/namskrofur-og-reglur/heimildaskraning-leidbeiningar

„Ef að grunur um ritstuld og/eða óleyfilega notkun á gervigreind vaknar gætu nemendur þurft að gera munnlega grein fyrir verkefni/prófi.“

Síðast uppfært 19. nóvember 2025