- Um skólann
- Markmið og stefnur
- Nefndir og ráð
- Rekstur og skipulag
- Saga og þróun
- Samstarf
- Skólanámsskrá
- Starfsfólk
- Verklagsreglur
- Kynning á FSu
- Námið
- Þjónusta
- Myndir
- Dagatal
- Lykilorð í FSu
Garðyrkjunám
Námið, sem verið hefur í Garðyrkjuskólanum á Reykjum, flyst undir Fjölbrautaskóla Suðurlands frá og með næsta hausti (H-2022). Opið er fyrir umsóknir eldri nemenda frá 15. mars til 22. apríl og geta þeir þá sótt um námið inni á menntagatt.is
Í boði eru 6 neðangreindar námsbrautir:
Námið veitir nemendum grunnfærni í störfum sem lúta að blómaskreytingum sem notaðar eru við margvísleg tækifæri. Námið skiptist í tveggja ára bóklegt staðarnám á Reykjum í Ölfusi og starfsnám undir handleiðslu verknámskennara. Fjarnám er fjögurra ára bóklegt nám auk verknáms.
---
Garðyrkjuframleiðsla
Nám í garðyrkjuframleiðslu veitir nemendum staðgóða þekkingu í garðyrkjuframleiðslu við íslenskar aðstæður. Námið skiptist í tveggja ára bóklegt staðarnám á Reykjum í Ölfusi og verklegt nám undir handleiðslu garðyrkjufræðings. Fjarnám er fjögurra ára bóklegt nám auk verknáms.
Nemendur læra allt um framleiðslu og uppeldi garð- og skógarplantna við íslenskar aðstæður. Auk grunngreina í plöntulífeðlisfræði, jarðvegs- og áburðafræði, læra nemendur um allar helstu tegundir garð- og skógarplantna í ræktun, auk matjurta og ávaxtatrjáa.
Nemendur læra framleiðslu á matjurtum og afurðum þeirra eftir aðferðum lífrænnar ræktunar, bæði í gróðurhúsum og utanhúss. Nemendur læra um mismunandi ræktunarstefnur, jarðvegs- og skiptiræktun, býflugnarækt til hunangsframleiðslu, gæðamál og úrvinnslu afurða.
Nemendur læra um framleiðslu margvíslegra afurða í gróðurhúsum, svo sem matjurta, afskorinna blóma og pottaplantna. Auk grunngreina garðyrkjunáms er farið í loftslagsstýringu í gróðurhúsum, viðbrögð við meindýrum og sjúkdómum, gæðamál og umhverfismál tengd faginu.
---
Námið veitir nemendum undirstöðuþekkingu í störfum sem lúta að skógrækt og umönnun umhverfis. Námið skiptist í tveggja ára bóklegt staðarnám á Reykjum í Ölfusi og verklegt nám undir handleiðslu garðyrkjufræðings. Fjarnám er fjögurra ára bóklegt nám auk verknáms.
Skrúðgarðyrkja er lögfest iðngrein og stunda nemendur samningsbundið iðnnám hjá viðurkenndum skrúðgarðyrkjumeistara með bóklegu námi. Náminu lýkur með sveinsprófi sem síðar gefur möguleika á meistaranámi í skrúðgarðyrkju. Námið skiptist í tveggja ára bóklegt staðarnám sem kennt er á Reykjum í Ölfusi og verknám undir handleiðslu skrúðgarðyrkjumeistara. Fjarnám er fjögurra ára bóklegt nám auk verknáms.