Handboltaakademía

Upplýsingar um handboltaakademíu UMFS

Nafn akademíu
Handboltaakademía UMFS & FSu


Aðsetur, kt, sími, mail,
Engjavegi 50, kt: 690390-2999, 661-0600, sebastian@nyherji.is


Fjöldi iðkenda:

Haust 2016: 25 (16 strákar og 9 stelpur)


Þjálfararnir:

Yfirþjálfari
Sebastian Alexandersson
BA í Sálfræði
Með allar þjálfaragráður ÍSÍ og HSÍ sem hægt er að taka innanlands
sebastian

Tækniþjálfari
Zoran Ivic
Prófessor í handbolta frá Íþróttaháskólanum í Belgrað, Serbíu
EHF Master Coach
zoran


Styrktarþjálfari
Arna Hjartardóttir
Sjúkraþjálfari
ÍAK Styrktarþjálfari

 arna

 Styrktarþjálfari

Rúnar Hjálmarsson
Með 1 stig hjá ÍSÍ og Youth Coach réttindi hjá FRÍ
Þjálfað frjálsar í 8 ár
Rnar


Æfingaaðstaðan
:
Íþróttahús Vallaskóla - Tækniæfingar
Íþróttahús Iðu (Íþróttasalur) - Tækniæfingar
Íþróttahús Iðu (Þreksalur) - Styrktaræfingar

Fjöldi eininga:
Valáfangi. 6 annir. Alls 30 einingar


Hvað þýðir að vera hluti af akademíu UMFS:

Að vera hluti af akademíu er að vera hluti af heild sem öll stefnir að sameiginlegum markmiðum.  Það að vera í akademíu þýðir að þú þarft að læra á sjálfan sig og læra á aðra ásamt þínu nánasta umhverfi.  Að umgangast þessa hluti og annað fólk í þínu umhverfi af skilningi, metnaði, skynsemi og ábyrgð. Þú þarft að læra að vera hluti af einhverju stærra og finna þinn sess í því sem þú ert að taka þátt í og gera eins mikið úr því og þú getur.


Hvað fæ ég út úr því að vera í akademíu UMFS:

Ef þú tekur fullan þátt í því sem er verið að setja upp fyrir þig þá öðlast þú betri skilning á sjálfum þér sem einstaklingi og íþróttamanni. Þú lærir að nálgast þín verkefni af þolinmæði, ábyrgð og metnaði og finnur vonandi þína hillu í því sem þú ert að taka þér fyrir hendur og bætir þig í kjölfarið.


Stutt samantekt um starfið:

Handboltaakademían á Selfossi var stofnuð árið 2006 og frá þeim tíma hafa að alls 143 krakkar reynt fyrir sér í þessu námi. Frá stofnun hafa alls 44 iðkendur klárað öll 3 árin og útskrifast úr þessu námi en  hinir 99 verið ýmist í 1 eða 2 ár af þeim 3 sem þarf til að klára námið.

Í Meistaraflokkum félagsins í dag eru 15 leikmenn í æfingahóp karlaliðsins sem hafa verið eða eru enn í akademíunni og af þeim eru 12 að jafnaði á leikskýrslu. Í kvennaliðinu eru alls 13 leikmenn í æfingahópi liðsins sem hafa verið eða eru enn í akademíunni og af þeim eru 11 að jafnaði á leikskýrslu.  Þá má líka alveg benda á það að 12 leikmenn úr þessu starfi eru að spila í dag með öðrum liðum. Alls 4 leikmenn frá okkur eru að spila í efstu deild karla hér á landi og allir í stórum hlutverkum í sínum liðum, 4 spila í næst efstu deild, 1 leikmaður spilar í yngri flokkum og svo eru 3 leikmenn frá okkur að spila erlendis (allir í fullri atvinnumennsku). Loks má nefna það að margir leikmenn 1. deildarliðs Mílunnar eru fyrrvernandi iðkendur í akademíunni okkar.
 
Á þeim tíma sem akademían hefur verið starfandi hafa alls 50 leikmenn verið valdir til æfinga hjá þeim landsliðum sem eru á framhaldsskólaaldri. Úr þessum hópi leikmanna eru strákarnir 36 og af þeim hafa 21 náð að spila opinberan leik fyrir Ísland. Stelpurnar eru alls 14 og af þeim hafa 7 náð að spila opinberan leiki fyrir Ísland. Úr þessum hópi hafa 4 strákar náð því að æfa með A landsliði og 3 þeirra hafa spilað opinberan leik fyrir Ísland í fullorðinsflokki. Hjá stelpunum hafa 3 náð því að komast á æfingar hjá A landsliðinu og 1 af þeim hefur náð því að æfa og spila með A landsliðinu. Það er því með mikilli ánægju og stolti sem við vonumst til þess að halda áfram að stuðla að mótun framtíðarleikmanna fyrir íslenskan handknattleik um ókomin ár.


Framtíðin:

Vonandi verður framtíðin áfram jafn björt og frjó og hefur verið hingað til. Það er von okkar að skemmtilegir og áhugasamir krakkar haldi áfram að sækja í okkar prógram og við höldum áfram að standa undir þeim væntingum sem þessir krakkar gera til okkar.


Umsagnir frá iðkendum:

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir útskrifaðist úr akademíunni 2014 og spilar í dag með Selfoss:
Handboltaakademían hjálpar manni mikið til að bæta sig sem leikmaður. Tækniæfingarnar eru frábærar því að þar er unnið með það sem hver og einn þarf að bæta. Við höfum tíma til að vinna í smáatriðunum í t.d. skotum og fintum. Styrktaræfingarnar hjálpa okkur einnig mikið. Akademían er því tilvalinn staður til að bæta við sig nýjum hlutum í íþróttinni og verða þar af leiðandi betri leikmaður. Svo er auðvitað gaman að brjóta skóladaginn upp með því að fara á æfingu.

 handboltaakadema

 

Ragnar Jóhannsson útskrifaðist úr akademíunni 2009 og spilar í dag sem atvinnumaður hjá Huttenberg í Þýskalandi:
Akademían gerði mig að betri handboltamanni.  Þar lærði ég mikilvægi þess að leggja stund á æfingar, lyftingar og ýmsar tækniæfingar sem alltof fáir pæla í.  Einnig hafði hún forvarnarlegt gildi fyrir mig.  Akademían er staður fyrir þá sem vilja bæta sig og ná lengra í handbolta.

handboltaakadema2