Garðyrkja - verknám

Verknám

Til að útskrifast sem garðyrkjufræðingur þarf að ljúka 60 vikna verknámi undir handleiðslu garðyrkjufræðings og með samþykki skólansVerknámið fer fram hjá garðyrkjufyrirtækjum, gróðrarstöðvum, skrúðgarðafyrirtækjum, skógræktarfyrirtækjum o.þ.h. allt eftir því hvað hentar á hverri braut. Verknámið er gjarnan tekið á sumrin milli anna og eftir atvikum að loknu bóklegu námi. Við útskrift af garðyrkjubrautum og að loknu 60 vikna verknámi útskrifast nemandinn með titilinn garðyrkjufræðingur sem skiptir höfuðmáli við störf t.d. hjá ríkisstofunum vegna starfsréttinda og launa. Á verknámstímanum þarf nemandinn að halda dagbók yfir þá verkþætti sem hann vinnur við. Búið er að skilgreina þá verkþætti sem nemandinn þarf að tileinka sér.

Skólinn samþykkir verknám á vinnustað þar sem fyrir er eintaklingur sem er menntaður í faginu, s.s. garðyrkjufræðingur eða sambærilegt. Í einhverjum tilfellum er gerð undantekning á þessu ef verknámskennar hafa mikla reynslu eða einhverju sérstöku að miðla.

Skrúðgarðyrkja er löggillt iðngrein, því þarf verknámskennari að vera með meistarabréf í skrúðgarðyrkju og ganga þarf frá námssamningi í samræmi við iðnfræðslulög. Að samningunum frágengnum þarf að senda hann til skólans til samþykktar. Að bóklegu og verklegu námi loknu geta skrúðgarðyrkjunemar skráð sig í sveinspróf og fengið réttindi sem sveinar í sinni iðn.

Brautarstjórar hverrar brautar hafa umsjón með verknámi nemenda sinna og hægt er að leita til þeirra með álitaefni og fá ábendingar um vænlega verknámsstaði. Annars verða nemendur sjálfir að ráða sig til vinnu í verknámi.

Nemar geta verið í verknámi hjá sama aðila hvort sem er í stuttan tíma eða jafnvel allt verknámið sitt en það telur í heildina 60 vikur.

Verknámið á að vera launað og það eru til taxtar fyrir garðyrkjunema t.d. í samningum BÍ (Sambands garðyrkjubænda) við Samiðn og fleiri.

Eyðublöðin Samþykki verknámsstaðar og Námssamningur í skrúðgarðyrkju er hægt að sækja hér. Þau þarf að fylla út og senda til skólans. svala@fsu.is

Síðast uppfært 01. september 2023