Umhverfisstefna

Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi leggur áherslu á

- markvissa umhverfisfræðslu
- að starfsemi stofnunarinnar hafi sem minnst skaðleg áhrif á ytra umhverfi, sem og að starfsumhverfi sé eins og best verður á kosið
- að fylgja lögum og reglugerðum varðandi umhverfismál sem eiga við starfsemi stofnunarinnar
- að allir nemendur og starfsmenn njóti umhverfismenntunar
- að rekstur stofnunarinnar sé til fyrirmyndar í umhverfismálum m.a. með því að koma í veg fyrir myndun hvers kyns úrgangs strax við uppspretturnar
-að tryggja að öryggismál séu ætíð eins og best verður á kosið
- að viðhalda og endurskoða umhverfisstefnu skólans í samræmi við ytri og innri aðstæður stofnunarinnar
- að framkvæmdaáætlun sé gerð árlega og sett fram mælanleg markmið (þar sem því verður við komið) á grundvelli stefnunnar ár hvert
- að starfsumhverfi skólans, jafnt utan húss sem innan, sé snyrtilegt og umhverfisvænt og sýni þar með stefnu skólans í verki
- að við innkaup skuli tekið tillit til umhverfissjónarmiða
- að úrgangur sem myndast skuli endurunninn eða endurnýttur eftir því sem því verður við komið
- frumkvæði í umhverfisfræðslu jafnt innan sem utan stofnunarinnar
- að komið verði upp hagnýtu gagnasafni um umhverfismál

Leiðir:
-nemendur og starfsmenn þekki umhverfisstefnu skólans og áhrif starfa sinna á umhverfið og verði virkir þátttakendur hennar.
-að umhverfisstefnan sé birt í ársskýrslu og námskrá skólans sem og á heimasíðu hans

Síðast uppfært 05. febrúar 2019