Að tengjast þráðlausu neti í FSu

Í FSu eru í boði þrjú þráðlaus net: 

  1. FSU_GESTIR_OG_SNJALLSIMAR: Opið net fyrir gesti og snjallsíma sem krefst ekki innskráningar. Ekki er aðgangur að prenturum á þessu neti en það er hægt að fara út á Internetið á því. Niðurhalshraði á því er takmarkaður við 15 Mbits og upphalshraði við 7 Mbits.
  2. FSU_FARTOLVUR: Læst net fyrir fartölvur nemenda og starfsfólks sem einn eða fáir notendur nota.  Aðgangur að því er með kennitölu og skólalykilorði. 
  3. FSU_BORDTOLVUR:  Læst net fyir tölvur sem margir hafa aðgang að eða þær fartölvur sem einhverra ástæðna vegna komast ekki inn á fartölvunetið. Þetta net er ætlað starfsfólki og nemendum skólans. Lykilorð að því er gefið upp á skrifstofu, á bókasafni og hjá kerfisstjórum. 

 

Síðast uppfært 05. janúar 2022