í áfangakerfi raðast nemendur í áfanga eftir námsbrautum og einkunnum í kjarnagreinum úr grunnskóla. Búin er til stundatafla fyrir hvern og einn nemanda. Í áfangakerfi hafa nemendur val um námshraða og uppsetningu náms. Í áfangakerfi eru ekki bekkir sem fylgjast að eins og flestir eru vanir úr grunnskóla.
Í FSu eru sex íþróttaakademíur í boði. Akademía er ekki námbraut heldur valáfangi sem fer í stundatöflu. Í akademíum fá nemendur tækifæri til þess að æfa íþrótt á skólatíma. Hver akademíuáfangi gefur fimm valeiningar. Nánari upplýsingar um akademíur https://www.fsu.is/is/namid/akademiur Mikilvægt er að þeir sem stefna á akademíu, skrái þær óskir í athugasemdareitinn í rafrænu umsókninni.
Það er ekki skylda en mjög æskilegt því tölvur eru mikið notaðar í náminu. Námið fer að langmestu fram í gegnum INNU sem er rafrænt kennslukerfi. Nemendur sem hafa ekki aðgang að tölvu geta fengið lánaða tölvu á bókasafni skólans. Athugið að eingöngu er þó um skammtímalán að ræða, ekki heila önn eða allt skólaárið.
Hægt er að fá tónlistarnám metið til valeininga á stúdentsbrautum. Nemandi þarf að lágmarki að hafa lokið grunnprófi til að fá tónlistarnám metið í FSu. Skila þarf formlegri staðfestingu frá viðkurkenndum tónlistarskóla á skrifstofu FSu, borga námsmatsgjald sem er 2500kr og óska eftir mati.
Kemst ég með strætó í skólann?
Nemendur sem búa fyrir utan Selfoss geta nýtt sér leiðakerfi strætó sem stoppar beint fyrir utan skólann. Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrk til Menntasjóðs námsmanna til þess að koma til móts við kostnað við strætókort/ferðakostnað. Styrkurinn jafngildir andvirði strætókorts og gildir fyrir önnina.