Spurt og svarað

Spurt og svarað 

Get ég fengið aðstoð við heimanámið? 

Stuðningstímar í stærðfræði eru auglýstir sérstaklega og eru yfirleitt einu sinni í viku.  Þú getur pantað tíma hjá námsráðgjafa (namsradgjof@fsu.is) sem fer yfir málin með þér. Þú getur líka farið í viðtalstíma til kennara til að skoða einstaka áfanga. Hér getur þú hvenær kennarar hafa viðtalstíma:  
https://www.fsu.is/is/um-skolann/starfsfolk/vidtalstimar-kennara.
Nemendur með annað móðurmál en íslensku geta fengið aðstoð umsjónarmanni nemenda með annað móðurmál en íslensku. Nemendur á grunnmenntabrú eru með heimanámsaðstoð inn í stundatöflunni sinni.

Get ég fengið aðstoð ef mér gengur illa í áföngum? 

Þú getur pantað tíma hjá námsráðgjafa sem fer yfir málin með þér. Þú getur líka farið í viðtalstíma til kennara til að skoða einstaka áfanga. Stuðningstímar í stærðfræði eru auglýstir sérstaklega.Hér getur þú séð hvenær kennarar eru með viðtalstíma:  (https://www.fsu.is/is/um-skolann/starfsfolk/vidtalstimar-kennara

Hvar finn ég upplýsingar um áfanga sem eru kenndir í FSu?

Þú finnur áfangalýsingar á heimasíðu skólans
https://www.fsu.is/is/namid/nam-i-fsu/afangalysingar 
 Ef farið er inn í námsbrautirnar þá er hægt að smella á hvern áfanga fyrir sig og þá birtist áfangalýsingin. https://www.fsu.is/is/namid/nam-i-fsu/namsbrautir-ny-namskra Að auki er hægt að fara inn í kennsluáætlanirnar áfanganna. https://www.fsu.is/is/namid/nam-i-fsu/kennsluaaetlanir 

Hvernig get ég fengið aðstoð við að velja áfanga fyrir næstu önn?  

Nemendur sem skráðir eru í skólann geta valið sjálfir í gegnum Innu. Sjá leiðbeiningamyndband inná INNU undir aðstoð-nemendur. Bragakennarar aðstoða nemendur í bragatímum með valið. Náms-og starfsráðgjafar geta einnig aðstoðað. Allir nemendur eru með skráða umsjónarkennara sem geta aðstoðað nemendur með valið. 

Hvernig er best fyrir mig að gera áætlun um námsferilinn minn þ.e.a.s hvenær ég tek hvaða áfanga?  

Á heimasíðu skólans getur þú séð áætlun um áfangaframboð https://www.fsu.is/static/files/pdf/afangastjori/V21/aaetlun-um-afangaframbod.pdf Fyrstu tvær annirnar getur þú fengið aðstoð við námsferilinn þinn hjá bragakennaranum þínum (umsjónarkennara) og náms- og starfsráðgjöfum. Eftir fyrsta árið getur þú fengið aðstoð hjá umsjónarkennaranum þínum og náms- og starfsráðgjöfum.  

Hvernig get ég verið viss um að ég geti örugglega útskrifast næstu önn?  

Þú getur séð það með því að skoða brautina þína á heimasíðu skólans og kannað hvort þú hafir lokið öllum áföngum hennar. Einingafjöldann sérðu svo í INNU undir námsferill-braut. Nemandi sem stefnir á útskrift næstu önn velur útskriftar áfanga fyrir lokaönnina sína. Athugaðu að nemandi sem stefnir á útskrift önnina eftir getur fengið aðstoð við valið hjá áfangastjóra.

Ég er að fara útskrifast í lok þessarar annar. Hvernig get ég verið alveg viss um að ég sé með allt í stundatöflunni minni til að klára? 

Þú getur séð það með því að skoða brautina þína á heimasíðu skólans og kanna hvort þú hafir lokið öllum áföngum hennar. Einingafjöldann sérðu í Innu undir námsferill-annir. Settu þig endilega í samband við áfangastjóra. Hann sér um að fara yfir ferilinn með þér og tryggja að allt gangi upp fyrir útskrift. 

Hvernig get ég skipulagt námið mitt þannig að ég sé sem best undirbúin undir ákveðna grein í háskóla?

Á heimasíðu skólans getur þú fundið aðgangsviðmið háskólana. Þar er gerð grein fyrir æskilegum  undirbúningi.  https://www.fsu.is/is/namid/nam-i-fsu/adgangsvidmid-skola-eftir-fsu 

Hvað er áhugasviðskönnun?

Áhugasviðskönnun hjálpar þér að átta þig á  áhugasviðunum þínum og hvað störf tengjast þeim. Getur verið hjálplegt tæki þegar velja þarf braut, framtíðarnám eða starf. Í FSu getur þú tekið áhugasviðskönnun hjá námsráðgjöfum. FSu býður uppá áhugasviðskannanirnar Bendil, ÍLS (í leit af starfi) og IDEAS. 

Hvar get ég fengið upplýsingar um nám erlendis? 

www.farabara.is 

Hvar get ég fengið upplýsingar um nám og störf? 

www.naestaskref.is  www.idan.is 

Hvernig sæki ég um í skólavist? 

Ef þú ert í 10.bekk þá fer innritun fram rafrænt á tímabilinu frá apríl-júní. Lokadagur umsóknar fyrir vor 2022 er 10. júní. Einkunnir úr grunnskóla flytjast sjálfkrafa frá grunnskólanum inn í umsóknargrunninn.  

Sótt er á https://mms.is/innritun

Ef þú ert ekki nýnemi, þá er rafræn innritun fyrir haustönn í mars og apríl. Innritun fyrir vorönn er í nóvember. 

Hvar get ég séð hvaða einingum ég hef lokið í framhaldsskóla? 

Þú getur séð yfirlit yfir loknar einingar inná island.is undir menntun. 

Hvað þarf ég að gera ef ég þarf að fá nám úr öðrum skólum metið? 

Til að fá áfanga metna úr öðrum skólum þarftu að fara á skrifstofu skólans, óska eftir mati og greiða námsmatsgjald. Áfangastjóri sér síðan um að meta nám úr öðrum framhaldsskólum.  

Ég er með greiningar um námserfiðleika. Berast þær sjálfkrafa á milli skólastiga? 

Nei það gera þær ekki. Forráðamenn þurfa að óska eftir því að grunnskólinn sendi gögnin í framhaldsskólann. Greiningagögnin þurfa að berast til námsráðgjafa skólans. 

Get ég sótt um lengri prófatíma? 

Í lokaprófum í próftöflu (í desember og í maí) þarf ekki að sækja um lengri próftíma. Allir nemendur sem þurfa lengri próftíma fá auka 45 mínútur umfram uppgefinn próftíma. Nemendur með greiningar um námserfiðleika eiga rétt á lengri próftíma í prófum sem tekin eru í kennslustundum yfir önnina. Mikilvægt að nemandi tali við kennarann sinn um úrræði. 

Ég er með greiningar um námserfiðleika. Hvaða sérúrræði í námi eru í boði fyrir mig? 

https://www.fsu.is/is/thjonusta/radgjof/nams-og-starfsradgjof/serurraedi-i-nami 

Sjáið þið ekki spurninguna sem þið vilduð fá svar við, sendi þá inn spurningu hér: 

https://www.fsu.is/is/moya/formbuilder/index/index/spurt-og-svarad-spurning

Síðast uppfært 17. nóvember 2023