- Um skólann
- Markmið og stefnur
- Nefndir og ráð
- Rekstur og skipulag
- Saga og þróun
- Samstarf
- Skólanámsskrá
- Starfsfólk
- Verklagsreglur
- Námið
- Þjónusta
- Myndir
- Dagatal
- Lykilorð í FSu
Markmið náms- og starfsráðgjafar er að styðja við nemendur í námi þannig að þeir geti nýtt hæfileika sína sem best.
Nemendur með greinda námserfiðleika eiga rétt á ýmsum úrræðum á prófatíma í desember og maí. Til þess að nemandi eigi rétt á viðeigandi úrræðum er mikilvægt að greiningar um námserfiðleika berist náms- og starfsráðgjöfum. Leitast er við að sinna þörfum hvers nemenda hverju sinni, en nemandi sækir um sérúrræði hjá náms- og starfsráðgjöfum á hverri önn, sem er nánar auglýst hverju sinni.
Dæmi um úrræði sem nemendum með greinda námserfiðleika standa til boða:
Fámenni
Sérstakur litur á blöðum
Stærra letur
Að taka prófið á tölvu
Að hlusta á prófið
Munnleg próf
Annað sem nemandi gæti þurft á að halda.
Athugið að nú fá allir nemendur sem þurfa lengri prófatíma í lokaprófum í desember og maí (30 mínútur aukalega). Ekki þarf að sækja um það sérstaklega.