Markmið

skyid

Sýn skólans

Fjölbrautaskóli Suðurlands leggur áherslu á að allir séu metnir að verðleikum, njóti skilnings og beri virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. 
Skólinn stefnir að árangursríku og fjölbreyttu skólastarfi þar sem áhersla er lögð á fagþekkingu, sköpunarhæfni og metnaðarfullt þróunarstarf.

Hlutverk skólans

að búa nemendur undir frekara nám
að bjóða upp á fjölbreytt starfsnám í góðum tengslum við atvinnulífið
að búa nemendur undir daglegt líf í lýðræðisþjóðfélagi

 Skýringar

(G) = Gátlisti     (K) = Kannanir     (T) = Tímabundið verkefni    (H) = HGIOS  (How Good is Our School)

1. Nám og kennsla

a.  Nám
i. Námsframboð verði endurskoðað á hverri önn, með hliðsjón af framhaldsskólalögum. (H)
- Nýjar námsbrautir/nám verði í boði tengdar nýrri aðstöðu í verknámshúsinu Hamri (haustönn 2017), t.d.: Hársnyrtinám, fjölsmiðjunám, tónsmiðja, ný listnáms- og margmiðlunarbraut (stutt braut) og fleira. (G)
- Boðið sé upp á fjölbreytta og áhugaverða áfanga. (H)
- Nemendum sem gengur vel í námi sé umbunað. (H)

ii. Áherslur í námi:
- Nám við skólann styður við grunnþætti menntunar  (H)

  • Læsi
  • Sjálfbærni
  • Heilbrigði og velferð
  • Lýðræði og mannréttindi
  • Jafnrétti
  • Sköpun

b.  Kennsla

i. Kennsluhættir séu fjölbreyttir og taki mið af ólíkum þörfum nemenda. (K)
ii. Stuðlað sé að endurmenntun kennara. (H)
iii. Aðbúnaður til kennslu sé sem bestur. (H)
iv. Gæði kennslu séu sífellt í endurskoðun
- að 90% nemenda telji að kennslan í skólanum sé mjög góð eða góð. (K)
- Stutt sé við faglegt starf og nýbreytni innan námsgreina. (H)
- Samstarf sé milli námsgreina. (H)
- Faglegt starf sé innan sviða. (H)
- Þróunarvinna og rannsóknarstörf séu stunduð. (H)
v. Kennsluáætlanir séu skýrar, aðgengilegar og uppfærðar. (G)
vi. Kennsluáætlanir, prófagerð, yfirferð á prófum verði endurskoðuð á tveggja ára fresti.  Næst fyrir vorönn 2017. (G)
vii. Þörfum um fjölbreytt metnaðarfullt nám á Suðurlandi sé mætt með kennslu í dagskóla. (H)
viii. Þörfum þeirra sem eiga erfitt með að leggja stund á staðbundið nám sé mætt með dreifnámi. (H)
ix. Skólinn sé opinn fyrir nýjungum í kennslu. (H)
x. Boðið sé upp á besta fáanlega kennsluefnið á hverjum tíma. (H)

2.  Mennska

a.  Nemendur

i. Að minnsta kosti 95% nemenda líði vel eða mjög vel í skólanum. (K)
- að 90% nemenda séu ánægðir með veruna í FSu.
- að 90% nemenda séu ánægðir með aðstöðuna í skólanum.
- að 90% nemenda séu ánægðir með félagslífið.
ii. Skólinn stuðli að því að efla gagnrýna hugsun og styrki siðferðiskennd nemenda. (H)
iii. Brottfall frá upphafi til loka hverrar annar verði undir 9,0%. (G)
iv. Náms- og starfsráðgjöf:
-  Standi vörð um velferð nemenda, styðji þá í námi og aðstoði við val á framhaldsnámi. (H)
-  Styðji við nemendur með greiningar og nemendur sem hafa ítrekað fallið í áföngum. (H)
v. Skólinn veiti nemendum með sérþarfir þjónustu. (H)
vi. Skólinn stuðli að bættu heilbrigði nemenda. (H)
vii. Einelti er ekki liðið. (K)
viii. Stuðlað sé að styrkari sjálfsmynd og sjálfstæði nemenda. (H)
ix. Nemendur fái þjálfun í tjáningu. (H)
x. Spornað sé gegn sjálfseyðandi hegðun. (H)
xi. Unnið sé að forvörnum í tengslum við tóbak, áfengi og önnur fíkniefni. (H)
xii. Hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast á sinn einstaka hátt. (H)
xiii. Unnið sé með skyldur og réttindi nemenda. (H)
xiv. Stuðlað sé að styrkari lýðræðisvitund nemenda. (H)

xv. Stuðlað sé að öflugra félagslífi nemenda á skólatíma. (H)

b.  Stjórnun

i. Lýðræðisleg vinnubrögð séu viðhöfð í skólanum. (H)
ii. Starfsfólk sé ráðið með tilliti til réttinda og hæfni (sbr. starfsmannastefna, jafnréttisáætlun). (H)
iii. Unnið verði eftir gæðamatsáætlunarkerfi skólans. (H)
- að greina styrkleika/veikleika skólasamfélagsins. (H)
iv. Líðan starfsmanna og ánægja í starfi sé góð: (K)
- Góður starfsandi (90% mjög góður eða góður). (K)
- Ánægja í starfi (90% mjög ánægðir eða ánægðir). (K)
- Góð vinnuaðstaða (90% mjög góð eða góð). (K)
- Ánægja með stjórnun skólans (90% mjög ánægðir eða ánægðir). (K)
v. Starfsmannaviðtöl verði fastur liður í starfi stjórnenda. Stefnt skal að starfsmannaviðtali við hvern einstakling á þriggja ára fresti.(G)  
vi. Unnið sé að verkefninu „Skólinn í okkar höndum“. (T)
vii. Unnið verði markvisst að þróunarmálum. (H)
viii. Rannsóknum á skólastarfinu verði haldið áfram. (H)
ix. Gagnkvæm virðing ríki milli stjórnenda, kennara, annars starfsfólks og nemenda. (K)
x. Stjórnendur sýni starfsfólki skólans faglegt traust. (H)
xi. Starfsmannafélag vinni að jákvæðum félagsanda meðal starfsfólks. (H)
xii. Kennarafélag vinni að hagsmunum kennara og auknum gæðum kennslu. (H)
xiii. Skipurit skólans sé skýrt. (G)
xiv. Stjórnendur skólans leiðbeini nýjum starfsmönnum. (H)

c.  Samstarf við aðra

i. Skapaður sé farvegur fyrir tengsl við grunnskóla á svæðinu. (H)
ii. Áfram verði unnið í samstarfi við Fræðslunet Suðurlands (FnS) og Háskólafélag Suðurlands (HFSu).  (H)
iii. Skólinn hafi skýra forvarnarstefnu og starfi með sveitarfélögum á svæðinu. (H)
iv. Áframhaldandi samstarf verði við foreldrafélag skólans. (G)
v. Þrískólasamstarfi (FVA, FS og FSu) verði haldið áfram. (H)
vi. Skólinn eigi faglegt samstarf við aðra framhaldsskóla, sérskóla og háskóla landsins.  (H)
vii. Skapa farveg fyrir tengsl við atvinnulífið/samfélagið. (H)
viii. Hollvarðasamtökin:
- Haldi tengslum skólans við fyrrum nemendur sína og komi tengslum á við aðra þá sem bera hag hans fyrir brjósti. (H)
- Styrki og efli skólann eftir fremsta megni, fjárhagslega eða á annan hátt. (H)
ix. Erlend samskipti:
- Veiti nemendum skólans á sem flestum sviðum/brautum tækifæri til að kynnast og upplifa menningu annarra þjóða. (H)
-  Auki víðsýni og samkennd nemenda. (H)
-  Stuðli að fjölþættari þekkingu nemenda í þeim námsgreinum sem þeir leggja stund á. (H)
-  Styrki kennara skólans faglega og efli sjálfstraust þeirra og víðsýni. (H)
-  Kynni skólann og umhverfi hans. (H)

x. Stuðlað sé að góðri ímynd skólans. (H)

3.  Starfsumhverfi
a.  Fjármál, rekstur og aðbúnaður
i. Rekstur verði hallalaus og innan marka fjárlaga án þess að þjónusta við nemendur verði skert. (G)
ii. Mötuneyti nemenda verði rekið án halla. (G)
iii. Mötuneyti gefi nemendum og starfsfólki kost á fjölbreyttu, næringarríku og hollu fæði. (H)
iv. Nýting og uppbygging húsnæðis sé í stöðugri endurskoðun með tilliti til þarfa nemenda og starfsfólks.(H)
v. Vinnuaðstaða kennara verði bætt í samráði við Fasteignir ríkissjóðs.  (H)
vi. Unnið sé að bættri umgengni í skólanum. (H)
vii. Fyrirbyggja skal slysahættu af vélum, tækjum og skaðlegum efnum sem notuð eru í skólanum. (H)
viii. Tölvukerfi skólans sé öflugt, öruggt og áreiðanlegt:
- nemendur og starfsfólk geti nýtt sér upplýsinga- og tölvutækni. (H)
- auðveldi samskipti nemenda og starfsfólks. (H)
- haldi utan um og varðveiti á öruggan hátt upplýsingar er varða skólann. (H)
ix. Skólinn stuðlar að því að nemendur geti stundað nám við skólann án röskunar á búsetu. (H)
x. Skólinn stuðlar að því að nemendum sem búa utan akstursleiða skólans sé gefinn kostur á ódýru, öruggu og þægilegu húsnæði í nágrenni skólans. (H)

b.  Upplýsingar
i. Vefur skólans sé aðgengilegur og endurspegli skólanámskrá FSu. (H)
ii.Tímabundnar upplýsingar er varða skólastarfið séu aðgengilegar. (H)
iii. Skrifstofa annist ýmsa þjónustu, haldi utan um og miðli upplýsingum er varða skólasamfélagið. (H)
iv. Bókasafn veiti nemendum og kennurum góða möguleika til upplýsingaöflunar. (H)
v. Dagatal veiti greiðan aðgang að dagsetningu atburða er tengjast skólalífinu. (H)
vi. Fréttum sé haldið úti á vefmiðlum skólans. (H)
vii. Nemendur og starfsfólk skólans viti hvernig eigi að bregðast við skyndilegum áföllum. (H)
viii. Upplýsingar um hverjir starfa við skólann séu aðgengilegar. (G)
ix. Skýrslur dragi saman upplýsingar um einstaka þætti skólastarfsins og auki upplýsingaflæði. (H)
x. Saga skólans sé sýnileg. (G)