Sækja um skólavist
Umsóknarfrestur fyrir starfsnám í garðyrkju að Reykjum er framlengdur til 5. júní 2022. Frekari upplýsingar um námsbrautirnar má sjá hér: https://www.fsu.is/is/namid/nam-i-fsu/namsbrautir-ny-namskra
Sótt er um með rafrænum hætti á slóðinni: http://www.menntagatt.is/
Umsóknir um skólavist skulu berast skólanum með rafrænum hætti. Slóðin er http://www.menntagatt.is/.
Í umsókninni velja nýnemar námsbraut og aðra námsbraut til vara. Í athugasemdareitinn geta umsækjendur skráð inn óskir um áfanga, t.d. ef vilji er til að fara í íþróttaakademíuáfanga, eða ef nemandinn hefur áhuga á ákveðnum valgreinum í list- og verklegum greinum. Sömuleiðis ef beðið er um færri áfanga en fulla stundatöflu eða að nemanda sé raðað neðar í íslensku, ensku, dönsku eða stærðfræði heldur en skólaeinkunn við lok grunnskóla gefur til kynna.
Eldri umsækjendur sækja með sama hætti um nám, velja aðalbraut og braut til vara. Þeir geta tiltekið fyrra nám sitt í athugasemdareitinn. Eldri nemum er velkomið að panta tíma hjá náms- og starfsráðgjöfum skólans á namsradgjof@fsu.is og fá aðstoð við val á áföngum.
Í umsókninni er mikilvægt að taka fram ef viðkomandi vill sækja um heimavist. Athugið að takmarkað pláss er á heimavist og ganga þeir nemendur fyrir sem eru yngri en 18 ára og þeir sem geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur til og frá skóla.
Upplýsingar um áfangaframboð og inntökuskilyrði eru á vef skólans.
Þeir sem hyggjast innrita sig í skólann en eru á atvinnuleysisskrá þurfa að hafa samband við Vinnumálastofnun áður en þeir skrá sig.
- Innritun á sérnámsbraut (starfsbraut) fyrir nemendur með umtalsverða námserfiðleika eða fötlun
Innritun fer fram í febrúar.
- Nemendur sem eru að ljúka grunnskóla
Innritun 10. bekkinga er í gegnum menntagatt.is Sjá nánari upplýsingar um tímasetningu inni á Menntamálastofnun.
- Eldri nemendur
Innritun eldri umsækjenda, þ.e. annarra en þeirra sem koma beint úr grunnskóla, er í gegnum menntagatt.is Sjá nánari upplýsingar um tímasetningu inni á Menntamálastofnun
- Nemendur sem nú þegar eru í FSu
Nemendur sem skráðir eru í skólann skulu, að höfðu samráði við umsjónarkennara, skrá val sitt fyrir næstu önn í Innu - ekki í gegnum menntagáttina.