Reglur safnsins

  • Safnið er ætlað nemendum, kennurum og starfsmönnum skólans. Aðrir hafa kost á að nýta sér safnið en ekki að fá lánað úr því.

    Lánstími safnkosts
    Lánstími bóka er 1 vika að jafnaði.
    Námsbækur er ekki hægt að fá lánaðar nema innan safns og í kennslustundir.
    Myndbönd, snældur og geisladiskar eru lánuð út í tvo daga.
    Tímarit eru að öllu jöfnu ekki lánuð út.
    Hægt er að endurnýja lán safngagna ef engin pöntun er fyrirliggjandi.
  • Hægt er að útvega bækur sem ekki eru til á safninu með millisafnaláni sé það talið nauðsynlegt námsins vegna. Það er gert í samráði við kennara.
  • Leyfilegt er að ljósrita úr gögnum safnsins samkvæmt reglum um ljósritun.
    Ljósritunarvél er á bókasafni.
  • Tölvurnar á bókasafninu eru ætlaðar til heimildaleitar og til verkefnavinnu, ekki í leiki.
  • Skoðun, útprentun og öll miðlun á efni sem særir almennt velsæmi svo sem á ósiðlegu efni (klámi) er bönnuð.
    Brot á þessari reglu getur haft í för með sér netfangsmissi.
  • Öll meðferð og neysla matar, sælgætis og drykkja er algerlega bönnuð á safninu.
    Notkun farsíma er bönnuð á safninu
    .

    Þeir nemendur sem eru í vanskilum við safnið í annarlok fá ekki afhentar einkunnir
Síðast uppfært 19. september 2022