Íþróttaakademíur í FSu

Íþróttaakademíur í FSu

Með tilkomu íþróttahússins Iðu haustið 2004 tók starfsemi á sviði íþrótta nýjan fjörkipp við skólann. Allt frá stofnun FSu 1981 hefur verið starfandi íþróttabraut við skólann og hafa tugir nemenda á brautinni haldið áfram námi og lokið prófum sem íþróttakennarar og íþróttafræðingar. Þá má nefna að ný námskrá í íþróttum á framhaldsskólastigi 1989 var tilraunakennd við skólann en með henni var m.a. aflögð kynjaskipting í íþróttakennslunni.    

Sem fyrr segir var íþróttahúsið Iða tekið í notkun haustið 2004. Húsið er hið glæsilegasta með tæplega 1200 fermetra íþróttasal auk þreksals og slökunarrýmis. Sumarið 2005 hófst starfsemi körfuboltaakdademíu skólans en ári síðar tóku til starfa handbolta- og knattspyrnuakademíur. Haustið 2008 fór fimleikaakademían af stað og haustið 2015 tók frjálsíþróttaakademían  til starfa. Yngsta akademían er golfakademían sem stofnuð var haustið 2020. Í akademíunum eru íþróttaæfingar hjá úrvalsþjálfurum fléttaðar saman við nám á fjölmörgum námsbrautum. Nám í íþróttaakademíum er metið til allt að fimm valeininga á önn. Í öllum tilvikum er mikil áhersla lögð á heilbrigða lífshætti og árangur í íþróttinni og öðru námi. Sjá bækling gefinn út af Sveitafélaginu Árborg og FSu.

 

 

Síðast uppfært 11. mars 2020