Fablab Selfossi

Fablab Selfoss

Fab Lab Selfoss er staðsett í Fjölbrautarskóla Suðurlands / Hamri, þar sem smiðjan sinnir jafnt nemendum skólans sem og grunnskólanemum í Ársnessýslu og öllum almenningi. Fab Lab smiðjan á Selfossi hefur unnið sér sess í samfélaginu þar sem tilvist hennar gerir fólki kleift að virkja sköpunarkraftinn, þróa nýsköpunarhugmyndir og efla tæknilæsi sitt.

Lazer skeriMarkmið okkar í Fab Lab er að efla nýsköpun í samfélaginu. Til að ná markmiðum okkar leggjum við áherslu á að efla nýsköpun í menntun, styðja við vöruþróun fyrirtækja og hlúa að nýjum hugmyndum hjá fólki á öllum stigum samfélagsins. Fab Lab myndar þannig skemmtilegt skapandi samfélag með fjölbreyttum hópi fólks sem á það sameiginlegt að vera forvitin, lausnamiðuð og þor til að prófa.

 

 

 

Fab Lab – hvað er það ?

Fab Lab kemur af ensku orðunum Fabrication Laboratory og er eins konar framleiðslu tilraunastofa og stafrænt verkstæði. Hugmyndin á rætur sínar að rekja til Center for Bits and Atoms hjá MIT háskólanum í Massachusetts í Bandaríkjunum.3D prentun

Í Fab Lab smiðjunum er búnaður til þess að raungera hugmyndir með hjálp tölvustuddrar hönnunar og framleiðslutækni. 

Fablab lágspennutækni

Þar eru meðal annars tölvustýrðir laserskerar, vinylskerar, fræsivélar, þrívíddarskannar, þrívíddarprentarar og rafeindaverkstæði svo eitthvað sé nefnt.

Í Fab Lab fer fram bæði formlegt og óformlegt nám. Í smiðjunum eru kennd undirstöðuatriði stafrænnar framleiðslutækni á grunnskóla-, framhaldsskólastigi. Einnig á háskólastigi í gegnum Fab Academy þar sem kennd er stafræn framleiðslutækni; allt frá þrívíddarhönnun, til framleiðslu hluta og forritunar með hjálp tölvustýrðra tækja og tóla.  Námið nær yfir sex mánaða tímabil og hefst í janúar og lýkur í júní ár hvert. Inntak námsins snýr að stafrænni framleiðslu; hvernig einstaklingar geta hannað og framleitt næstum hvað sem.

Markmið Fab Lab smiðja er að auka færni einstaklinga til að vera hönnuðir og skaparar nýrrar tækni, að vera gerendur en ekki eingöngu neytendur.

 

Sjá nánar á facebook síðu Fablab Selfoss: https://www.facebook.com/FabLabSelfoss/

 

Síðast uppfært 10. febrúar 2021