Innlend samskipti

Á hverri vorönn fer námsráðgjafi í flesta grunnskóla á skólasvæði F.Su. til að kynna skólastarfið og þær námsleiðir sem í boði eru.
Skólinn hefur verið í faglegu samstarfi m.a. við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi, Fjölbrautaskólann við Ármúla og Menntaskólann við Hamrahlíð.
Samningur um skógræktarverkefni er á milli F.Su., Menntaskólans að Laugarvatni, Skógræktar ríkisins, Landgræðslu ríkisins og Suðurlandsskóga. Markmiðið með samningnum er að tengja kennslu í náttúrufræðum við landgræðslu og skógræktarstarf.
Skólinn er stofnaðili að Fræðsluneti Suðurlands og hefur hug á að efla samstarf við ýmsa sérskóla s.s. Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla.
Kennarar og nemendur sækja námskeið og kynningar til ýmissa fyrirtækja og stofnana. Má m.a. nefna:

Skólinn er í góðu samstarfi við ýmis fyrirtæki og stofnanir. Hafa nemendur og kennarar farið í náms- og kynnisferðir og fengið góðar móttökur. Einnig fá nemendur starfsþjálfun í fyrirtækjum og stofnunum.
Álverið í Straumsvík
Háskóli Íslands - Jarðskjálftamiðstöðin
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Húsasmiðjan
Landsvirkjun
Límtré
Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf