Heimavist

FSu rekur heimavist að Austurvegi 28 á Selfossi, efri hæð. Það tekur 5 mínútur að ganga þaðan í skólann.

Um er að ræða 13 herbergi. Þeir nemendur sem ganga fyrir á heimavist eru nemendur yngri en 18 ára, sem búa á Suðurlandi og geta ekki nýtt almenningssamgöngur í skólann daglega. Sveitafélög á Suðurlandi hafa tekið þátt í uppbyggingu FSu og þar með ganga nemendur þeirra fyrir um pláss. Herbergin er misstór og rúma sum 2 nemendur, pláss er fyrir allt að 19 nemendur.

Í húsnæðinu er stór matsalur þar sem flest eldhúsáhöld er að finna. Nemendur hafa aðgang að þvottavél í húsinu. Þau fá hreint lín og handklæði vikulega.

Vaktmaður á vegum skólans er á staðnum frá 18:30 – 22:00 fjögur kvöld í viku (mán.-fim.) nemendum til halds og trausts.

Nemandi bera sjálfur ábyrgð á eigum sínum, umgengni og þrifum á herbergi sínu.

Nemandi notar aðgangskort sem gengur að útidyrum og herbergi viðkomandi. Mikilvægt er að gæta þess vel.

Ró skal vera komin á kl. 22:30 á heimavistinni.

Á neðri hæð er rekið gistiheimili þar sem ferðafólk býr og dvelur í stuttan tíma í senn. Samgangur er enginn á milli hæða en mikilvægt er að nemendur taki tillit til gesta og öfugt.

Bílastæði eru fyrir nemendur að Hlaðavöllum, ekki við Austurveg.

 

 

 

 
Síðast uppfært 21. nóvember 2023