Mat á fyrra námi

Við innritun í skólann skal nemandi skila inn staðfestum gögnum um fyrra nám sem hann óskar eftir að fá metið. Við námsmatið er stuðst við innihald námsins, námskröfur og stundafjölda að baki. Nám sem ekki er talið sambærilegt við ákveðna áfanga viðkomandi brautar getur nemandi hugsanlega fengið metið sem frjálst val. Í því tilfelli er miðað við að u.þ.b. 30 kennslustundir liggi að baki hverrar einingar.

Áfangastjóri annast námsmat. Niðurstaða námsmats birtist í Innu (sjá gjaldskrá).

Síðast uppfært 31. janúar 2017