Mat á fyrra námi

Við innritun í skólann skal nemandi skila inn staðfestum gögnum um fyrra nám sem hann óskar eftir að fá metið. Við námsmatið er stuðst við innihald námsins, námskröfur og stundafjölda að baki.

Nám sem ekki er talið sambærilegt við ákveðna áfanga viðkomandi brautar getur nemandi hugsanlega fengið metið sem frjálst val.

Matsgjald 2.500 kr. (sjá gjaldskrá).

 

Mikilvægt er að greiða áður en matið á sér stað, hægt er að ganga frá greiðslu á tvennan hátt:
1. Greiða á aðalskrifstofu skólans, einungis er hægt að staðgreiða.
2. Ganga frá millifærslu á bankareikning skólans 0152-26-32, kt. 491181-0289 og setja „Námsmatsgjald“ sem skýringu og senda kvittun á fsu@fsu.is

 

Áfangastjóri annast námsmat. Niðurstaða námsmats birtist í Innu.

Síðast uppfært 26. september 2025