Erlend samskipti

Samskipti við aðila utan skólans, innanlands sem erlendis, er mikilvægur þáttur í starfi Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þessi síða er vettvangur fyrir kynningar á þeim erlendu samskiptum sem Fjölbrautaskólinn tekur þátt í, ásamt yfirliti yfir þau samskiptaverkefni sem lokið er. 
Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur í gegnum tíðina tekið þátt í mörgum samskiptaverkefnum við skóla erlendis. Sókrates og Nordplus Junior hafa meðal annars styrkt þessi verkefni.

alt alt

Ferðir erlendis - upplýsingar fyrir ferðalanga:nemendur og kennara

Ferðir erlendis á vegum skólans eru keyptar gegnum Visa Ísland.  Ferðatryggingar Visa gilda þó aðeins fyrir þá ferðalanga sem sjálfir eru handhafar Visa greiðslukorts og fara skilmálar ferða- og slysatrygginga eftir því hverslags Visa kort viðkomandi er með.  Kynnið ykkur skilmála ferða- og slysatrygginga hinna ýmsu Visa greiðslukorta hjá bönkunum . Ef ferðalangur er yngri en 18 ára gilda skilmálar ferða- og slysatrygginga Visa greiðlsukorta foreldra hans fyrir hann. Ef ferðalangur eða foreldrar hans eru ekki Visa korthafar gilda ekki ferðatryggingar Visa.

Ekki eru keyptar ferðatryggingar á vegum skólans.  Ferðalöngum er bent á tryggingafélög óski þeir eftir að kaupa ferðatryggingu. 

Kennarar og nemendur sem fara í ferðir á vegum skólans skulu hafa meðferðis evrópska sjúkratryggingakortið. Hægt er að sækja um það rafrænt á vefsíðu Tryggingastofnunar Ríkisins með því að gefa upp kennitölu og er kortið síðan sent með pósti á lögheimili viðkomandi.
Nánari upplýsingar um kortið. 
Sækið um að fá evrópskt sjúkratryggingakort hér.

Á ferðum erlendis eru kennarar og nemendur minntir á að vera alltaf með á sér upplýsingar um dvalarstað og símarnúmer. Þetta veitir öllum öryggi ef svo vildi til að einhver yrði viðskila við hópinn. Einnig er gott að hafa gsm númer ferðafélaga.

Sjóðir sem hægt er að sækja um styrki í

Rannís hefur umsjón með helstu samkeppnissjóðum á sviði rannsókna og nýsköpunar, menntunar og menningar á Íslandi, auk samstarfsáætlana ESB sem veita styrki til samstarfsverkefna, náms og þjálfunar.