Erlend samskipti

Samskipti við aðila utan skólans, innanlands sem erlendis, er mikilvægur þáttur í starfi Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þessi síða er vettvangur fyrir kynningar á þeim erlendu samskiptum sem Fjölbrautaskólinn tekur þátt í, ásamt yfirliti yfir þau samskiptaverkefni sem lokið er. 
Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur í gegnum tíðina tekið þátt í mörgum samskiptaverkefnum við skóla erlendis. Sókrates og Nordplus Junior hafa meðal annars styrkt þessi verkefni.

alt alt

Ferðir erlendis - upplýsingar fyrir ferðalanga:nemendur og kennara

 

Kennarar og nemendur sem fara í ferðir á vegum skólans skulu hafa meðferðis evrópska sjúkratryggingakortið. Hægt er að sækja um það rafrænt á vefsíðu Tryggingastofnunar Ríkisins með því að gefa upp kennitölu og er kortið síðan sent með pósti á lögheimili viðkomandi.
Nánari upplýsingar um kortið. 
Sækið um að fá evrópskt sjúkratryggingakort hér.

Sjóðir sem hægt er að sækja um styrki í

Rannís hefur umsjón með helstu samkeppnissjóðum á sviði rannsókna og nýsköpunar, menntunar og menningar á Íslandi, auk samstarfsáætlana ESB sem veita styrki til samstarfsverkefna, náms og þjálfunar.