Náms- og starfsráðgjöf
Velkomin til okkar!
Þjónusta náms- og starfsráðgjafa stendur öllum nemendum skólans til boða.
Náms- og starfsráðgjafar FSu eru með viðtalsherbergi á 3. hæð í Odda, stofum 309 og 311 og í Hamri (ská á móti hárdeildinni).
Á kennslutíma skólaársins er best að bóka viðtalstíma hjá námsráðgjöfum í gegnum rafræna bókunarsíðu.
Smelltu hér til að panta tíma hjá námsráðgjafa.
Ath vegna valsins er orðið mjög þétt bókað hjá okkur í valviku. Engar áhyggjur samt!
Við verðum með opnar valstofur í valviku þar sem þarf ekki að panta tíma, bara að mæta:
Það er einnig hægt að hafa samband við námsráðgjafa skólans í gegnum tölvupóst á netfangið namsradgjof@fsu.is eða að fá samtal með því að hringja í skrifstofu skólans í síma 4808100.
Náms- og starfsrágjafar FSu eru:
Agnes Ósk Snorradóttir (netfang aos@fsu.is)
Anna Fríða Bjarnadóttir (netfang annaf@fsu.is)
Bjarney Sif Ægisdóttir (netfang bjarney@fsu.is)
Hér fyrir neðan eru dæmi um aðstæður sem getur verið hjálplegt að leita aðstoðar með. Enginn vandi er of stór eða lítill. Ef við getum ekki aðstoðað þig þá vísum við þér á réttan stað. Mundu að námsráðgjafinn leysir ekki málin fyrir þig heldur aðstoðar þig við að finna þínar leiðir og lausnir.
Öll eru velkomin til námsráðgjafa, við hlökkum til að sjá þig.
Hvers vegna ætti ég að leita til náms og starfsráðgjafa?
Náms- og starfsráðgjafi er málsvari og trúnaðarmaður nemenda og er bundinn þagnarskyldu.
Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð nemenda, styðja þá í námi og aðstoða við val á framhaldsnámi. Þú getur leitað til okkar til dæmis vegna þess að:
- Þú vilt fá ráðgjöf varðandi náms- og starfsval bæði innan skóla og utan
- Þú vilt fá upplýsingar um nám og störf
- Þú vilt fá að taka áhugasviðskönnun
- Þú vilt fá ráðgjöf um vinnubrögð í námi s.s.:
- námstækni
- glósugerð
- tímastjórnun/skipulagning
- lestrartækni
- undirbúning fyrir próf
- Heimanám
- Þú vilt fá ráðgjöf vegna persónulegra vandamála s.s.:
- námsleiða
- prófkvíða
- samskipta
- til hvaða aðila þú getur leitað utan skólans
- Þú ert nemandi með námsörðugleika sem vilt:
- hljóðbækur
- sérúrræði á prófatíma
- aðstoð við skipulagningu
- Þú ert foreldri nemanda undir 18 ára aldri sem er í skólanum
Mundu að náms- og starfsráðgjafinn leysir ekki málin fyrir þig heldur aðstoðar hann þig við að finna þínar eigin leiðir/lausnir
Hvaða aðstoð get ég fengið ef ég er með námserfiðleika?
Markmið náms- og starfsráðgjafar er að styðja við nemendur í námi þannig að þeir nýti hæfni sína sem best. Nemendur með greinda námserfiðleika og hafa skilað inn greiningargögnum til námsráðgjafa skólans eiga rétt á ýmsum úrræðum í námi. Til þess að nemandi eigi rétt á viðeigandi úrræðum er mikilvægt að greiningar um námserfiðleika berist náms- og starfsráðgjöfum. Leitast er við að sinna þörfum hvers nemenda hverju sinni og mikilvægt er að eiga samtal við námsráðgjafa og kennara um leiðir sem henta hverju sinni. Á hverri önn þarf að sækja sérstaklega um sérúrræði fyrir lokapróf.
Hvaða sérúrræði í lokaprófum eru í boði?
Dæmi um úrræði sem nemendum með greinda námserfiðleika standa til boða í lokaprófum á prófatíma í desember og maí: Fámenni, sérstakur litur á blöðum, stærra letur, að taka próf á tölvu, að hlusta á prófið (hljóðpróf), munnleg próf, annað sem nemandi gæti þurft á að halda.
Allir nemendur fá lengri prófatíma í lokaprófum í desember og maí (45 mínútur umfram prófatíma) og ekki þarf að sækja um það sérstaklega.
Athugið að það þarf að sækja um í gegnum Innu fyrir hvert lokapróf. Umsóknartímabil er auglýst sérstaklega til nemenda sem hafa skilað inn greiningargögnum auk leiðbeininga.
Hvaða námstækni gæti gagnast mér ef mig vantar aðstoð við lestur eða er að glíma við lestrarerfiðleika?
Það er til ýmis tækni sem er sérhönnuð til þess að auðvelda lestur. Við hvetjum nemendur með greinda námserfiðleika til þess að skoða hvað er í boði. Það er misjafnt hvað hentar hverjum og einum. Verið óhrædd við að prófa ykkur áfram og finna hvað hentar ykkur best.
Nemendur með lestrarerfiðleika ættu að prófa að nota hljóðbækur og nota þá tækni sem er í boði.
Námstækni og lestur – Lestraraðferðir:
Það eru til nokkrar mismunandi lestraraðferðir sem að nýtast á ólíkan hátt. Til dæmis er hefðbundinn lestur góður þegar nemandi er að lesa skáldsögu en stundum getur leitarlestur verið góð aðferð, til dæmis ef þú ert að leita af upplýsingum í texta. Það er mikilvægt fyrir alla nemendur að tileinka sér góða námstækni og prófa mismunandi aðferðir til þess að finna út hvaða aðferð hentar viðkomandi best og við hvaða tækifæri.
Hér eru glærur sem kynna mismunandi lestraraðferðir og útskýra einnig hvaða tækni getur nýst nemendum vel við lestur og ritun.
Dyslexiuletur
Leturgerðir geta skipt miklu máli fyrir fólk með lesblindu. Open dyslexic er leturgerð sem var hönnuð til þess að auðvelda lestur fyrir þá sem eru með lesblindu. Leturgerðin er hönnuð þannig að hver stafur sé skýr og líkist ekki öðrum. Neðri hluti hvers stafs er þykkari sem minnkar líkurnar á að lesandinn fari línuvillt. Open Dyslexic er ókeypis leturgerð sem hægt er að sækja á þessari vefsíðu: https://opendyslexic.org/
Í þessu myndbandi sýnir Nanna námsráðgjafi í ME hvernig hægt er að sækja leturgerðina og hlaða niður í windows stýrikerfið: https://www.youtube.com/watch?v=eKolNFZXgvQ
Hvernig get ég fengið aðgang að hljóðbókum?
Allir nemendur með greinda námserfiðleika geta sótt um aðgang að hljóðbókasafninu. Aðgangur er ókeypis til 18 ára aldurs. Algengt er að nemendur fái aðgang meðan þeir eru í grunnskóla, en náms- og starfsráðgjafar geta aðstoðað við umsókn ef þú ert ekki með aðgang. Á hljóðbókasafninu ættu flestar námsbækur að vera til sem hljóðbók. Heimasíða hljóðbókasafnsins er www.hbs.is Þeir sem eru með aðgang ættu að sækja smáforritið (appið) frá hljóðbókasafninu í snjalltækið sitt (símann eða spjaldtölvu).
Til eru fleiri vefsíður með hljóðbækur, yfirleitt eru það áskriftarsíður. www.storytel.com/is er vefsíða með mörgum íslenskum bókum og www.audible.com er áskriftarsíða með mörgum enskum bókum. Athugið að ef þið viljið nýta ykkur þessar áskriftarsíður er þægilegast að sækja smáforritin þeirra (app) í snjalltækin ykkar (síma eða spjaldtölvu).
Hvað er talgervill og hvernig gæti hann nýst mér?
Talgervlar geta lesið upp skrifaðann texta í tölvunni, t.d. texta á heimasíðum eða í skjölum. Mikilvægt er að stilla talgervlana á það tungumál sem textinn er lesinn á, það er mismunandi hvaða talgervlar henta best fyrir hvaða tungumál.
Nemendur með aðgang að hljóðbókasafninu geta fengið aðgang að talgervli frá hbs.is. Einfaldast er að senda tölvupóst á hbs@hbs.is með kennitölu og óska eftir talgervli. Þá fá nemendur sendann talgervilinn og leiðbeiningar um hvernig á að setja hann upp í tölvunni. Athugið að enn sem komið er virka íslensku talgervilsraddirnar eingöngu fyrir android stýrikerfi.
Talgervill í Chrome vafrann: Read aloud. Hér má finna leiðbeiningar varðandi uppsetningu, en hægt er að velja íslensku raddirnar Karl og Dóru sem geta lesið á íslensku: https://chrome.google.com/webstore/detail/read-aloud-a-text-to-spee/hdhinadidafjejdhmfkjgnolgimiaplp
Talgervill í Microsoft edge vafrann. Nýja talgervilsröddin Guðrún sem les íslenskan texta í Microsoft Edge vafranum. Hér má finna íslenskt myndband frá Nönnu í ME varðandi uppsetningu: https://www.youtube.com/watch?v=cj_3gs6HNec
https://www.naturalreaders.com/ er talgervill sem er bæði hægt að nota í símum og tölvu. Í þessu forriti er hægt að stilla á tungumál og hægt er að láta forritið lesa upp t.d. texta, pdf skjöl og fleira.
Símarómur er app sem er með íslenskan talgervil fyrir android-síma. Sjá nánar hér: https://www.grammatek.com/
Danskur talgervill sem er ókeypis: https://www.adgangforalle.dk/default.efact?pid=3848
Hvaða úrræði eru í boði ef mig vantar aðstoð með ritun og stafsetningu?
Það er til ýmis tækni sem er sérhönnuð til þess að auðvelda ritun á texta. Við hvetjum nemendur með greinda námserfiðleika til þess að skoða hvað er í boði. Það er misjafnt hvað hentar hverjum og einum. Verið óhrædd við að prófa ykkur áfram og finna hvað hentar ykkur best.
Stafsetningarleiðréttingaforrit
Stafsetningarleiðréttingarforritið í word í Office 365 er orðið mjög gott. Allir nemendur ættu alltaf að stilla á íslensku og nýta sér forritið þegar þeir vinna verkefni. Það er mjög einfalt og er gert með því að opna wordskjal í office 365. Neðst á skjánum vinstra megin er sjálfvirka stillinginn á ensku, það er ýtt á ,,english“ og breytt í íslensku. Athugið að ef þið eruð byrjuð að skrifa þegar þið breytið í íslensku þarf að byrja á því að ,,sverta/merkja“ allan textann sem kominn er.
Skrambi er íslensk vefsíða sem að leiðréttir stafsetningarvillur, innsláttar villur og málfar. Vefsíðan er einföld í notkun, en bæði er hægt að skrifa texta beint inn í vefsíðuna eða afrita úr word og líma aftur leiðrétt inn í word. www.skrambi.is
Málið er íslenskur vefur þar sem finna má beygingar orða, stafsetningarorðabók og margt fleira. Málið er einfaldur og þægilegur vefur sem er mikið notaður í íslenskuáföngum www.malid.is
Talgreinir (Breytir töluðu máli í ritaðan texta)
Vefsíðan www.tiro.is er með góðan íslenskan talgreini. Hér má sjá myndand frá Nönnu námsráðgjafa í ME þar sem hún sýnir hvernig talgreinirinn í Tiro virkar: https://www.youtube.com/watch?v=xD33eeeGXcs&t=11s
Á www.docs.google.com er hægt að nota talgreinir til þess að skrifa upp talað mál. Fyrst er búið til nýtt skjal, svo er farið í ,,tól“ og valið ,,raddinnsláttur“.
Hvað get ég gert til að bæta skipulagið mitt?
Náms- og starfsráðgjafar geta aðstoðað nemendur við að skipuleggja tímann sinn betur. Mikilvægt er að fá yfirsýn yfir fasta viðburði til þess að átta sig á því hvaða tíma nemandi hefur lausan til að sinna náminu og öðru sem þarf að gera. Mikilvægt er að forgangsraða og áætla hvenær á að framkvæma það sem þarf að gera. Muna þarf að hafa sveigjanleika í skipulaginu, eyða ekki of miklum tíma í að skipuleggja skipulagið og halda sig við áætlanir.
Gott getur verið að nota dagbók, skipulagsöpp eða eyðublöð til þess að aðstoða við skipulag.
Skipulagseyðublöð náms- og starfsráðgjafar FSu má finna hér: Skipulag
Hvað get ég gert ef ég veit ekki hvar áhugi minn í námi og störfum liggur?
Náms- og starfsráðgjafar geta aðstoðaða nemendur við að kortleggja áhugasvið og styrkleika. Náms- og starfsráðgjafar geta aðstoðað nemendur í gegnum samtal en einnig getur verið að fá frá hlutlausum aðila áreiðanlegar upplýsingar um námsframboð og starfsmöguleika. Gott getur verið að spegla í öruggu og hlutlausu umhverfi og samtali hugmyndir og vangaveltur um nám og störf. Einnig geta náms- og starfsráðgjafar lagt fyrir nemendur áhugasviðskannanir og lesið út úr niðurstöðum þeirra.
Áhugasviðskannanir sem náms- og starfsráðgjafar FSu geta lagt fyrir eru:
Bendill
Í leit að starfi
IDEAS
Hvar get ég fengið upplýsingar um námsframboð skólans?
Hér eru upplýsingar um allar námsbrautir skólans: https://www.fsu.is/is/namid/nam-i-fsu/namsbrautir-ny-namskra
Hvar get ég fengið upplýsingar um nám og störf?
Á heimasíðunni www.naestaskref.is er mikið af upplýsingum um bæði námsleiðir og störf. Við hvetjum ykkur til að skoða síðuna vel og fræðast um það sem er í boði. Einnig eru náms- og starfsráðgjafar skólans alltaf tilbúnir til að svara spurningum og aðstoða við náms- og starfsvalspælingar nemenda
Það er einnig hægt að fylgja náms- og starfsráðgjöf FSu á samfélagsmiðlu, þar má finna ýmis gagnleg ráð, heilræði og upplýsingar.
Við erum á Facebook: https://www.facebook.com/nosfsu
Við erum á Instagram: fsu_namsradgjof