Samstarf

Undir tenglunum hér til hliðar er að finna upplýsingar um samstarf Fjölbrautaskóla Suðurlands við ýmsa aðila.

Skólinn er í faglegu samstarfi við tvo framhaldsskóla; Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Fjölbrautaskóla Vesturlands. Skólinn er einnig í faglegu samstarfi við Háskólafélag Suðurlands og Fræðslunet Suðurlands. Einnig er skólinn í samstarfi við grunnskóla á Suðurlandi og Menntaskólann á Laugarvatni.

Um margra ára skeið hefur FSu farið reglulega í vettvangsferðir erlendis og stofnað til samskipta við menntastofnanir víða um heim. Hefur þetta aukið víðsýni starfsfólks og haft jákvæð áhrif á starf skólans.

Hollvarðasamtök Fjölbrautaskóla Suðurlands voru stofnuð 2002 og eru þau ómetanlegur bakhjarl skólans. Markmið samtakanna er að auka tengsl skólans við fyrrum nemendur og aðra þá sem bera hag hans fyrir brjósti. Einnig að styrkja og efla skólann eftir fremsta megni, fjárhagslega eða á annan hátt.

Háskólakynning, haust 2012Kynning á framhaldsnámi
Síðast uppfært 02. nóvember 2018