Loftslagsstefna

Loftslagsstefna Fjölbrautaskóla Suðurlands

Fjölbrautaskóli Suðurlands (FSu) ætlar að vera til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum og halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi stofnunarinnar í lágmarki. Stofnunin leggur sitt af mörkum til að skuldbindingum íslenskra stjórnvalda gagnvart Parísarsamkomulaginu sé náð og tekur þannig virkan þátt í baráttunni við loftslagsbreytingar.

Fjölbrautaskóli Suðurlands tryggir að lagalegum kröfum sem tengjast starfsemi hans sé fylgt og vinnur að stöðugum umbótum á umhverfisstarfi stofnunarinnar.

Stofnunin fylgir grænum skrefum í ríkisrekstri og leggur þau til grundvallar í allri vinnu.

Yfirmarkmið

FSu ætlar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á ársverk um 40% fyrir árið 2030 miðað við árið 2019. Stofnunin stefnir einnig að kolefnishlutlausri starfsemi með því að kolefnisjafna 80% losunar frá 2019

Umfang

Umhverfis- og loftslagsstefna FSu fjallar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda samkvæmt leiðbeiningum um loftslagsstefnur opinberra aðila.

Stefnan tekur til eftirfarandi umhverfisþátta sem unnt er að fylgjast með og mæla hverju sinni:

Samgöngur

● Losun GHL vegna flugferða starfsmanna

● Losun GHL vegna aksturs á bilaleigu- og leigubilum

● Fjöldi þeirra sem uppfylla samgöngusamning milli skólans og starfsfólks

Orkunotkun

● Rafmagnsnotkun í skólabyggingu

● Heitavatnsnotkun í skólabyggingu

Úrgangur

● Losun GHL vegna lífræns úrgangs sem fellur til

● Losun GHL vegna blandaðs úrgangs sem fellur til

● Heildarmagn úrgangs sem fellur til

● Magn útprentaðs skrifstofupappírs

Gildissvið  

Stefna þessi tekur til umhverfisáhrifa af innri rekstri Fjölbrautaskóla Suðurlands og 

varðar allt starfsfólk stofnunarinnar. FSu er staðsettur á Selfossi en starfsfólk er búsett víða á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Lögð er áhersla á að mæla þá umhverfisþætti 

sem falla undir umfang stefnunnar. 

Eftirfylgni 

Árið 2020 var Grænt bókhald tekið saman. Það ár voru sértækar aðstæður við skólann og mikil hluti kennslunnar var í fjarnámi með tilheyrandi óhefðbundnum rekstri og umgengni í húsakosti skólans. 

Niðurstöður bókhaldsins verða því tæplega marktækar í samanburði við næstu ár og ekki gott til stefnumörkunar um aðgerðir í umhverfis- og loftslagsmálum. 

Fyrir 1. apríl ár hvert er Grænt bókhald fyrra árs tekið saman og því skilað í Gagnagátt Umhverfisstofnunar. Fjármálastjóri FSu sér um að taka bókhaldið saman. 

Umhverfis- og loftslagsstefnan verður rýnd árlega af umhverfisráði og áherslur, markmið og aðgerðaáætlun uppfærð þegar niðurstöður Græns bókhalds liggja fyrir.

Allar uppfærslur verða lagðar fyrir á starfsmannafundi til samþykktar. 

Niðurstöðum Græns bókhalds og árangri umhverfis- og loftslagsstefnu er miðlað til samfélagsins á vef Umhverfisstofnunar árlega. Einnig birtast niðurstöður Græns bókhalds á heimasíðu Grænna skrefa auk niðurstaðna annarra ríkisstofnana. 

 

Síðast uppfært 23. febrúar 2022