Verklagsreglur vegna kennslumats/áfangamats

  1. Annað hvert ár er gert kennslumat/áfangamat í skólanum. Matið fer fram á seinni hluta annar og er því stýrt af sjálfsmatshópi skólans. Matinu er ætlað að meta gæði náms og kennslu áfanga og er hluti af innra mati skólans.
  2. Meginmarkmið kennslumats/áfangamats er að auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum. Spurt er um kennslu, skipulag áfanga, vinnuálag nemenda o.fl.. Kennslumat/áfangamat er í samræmi við VII. kafla framhaldsskólalaga nr. 92/2008 þar sem kveðið er á um að skólar meti með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs.
  3. Lög um persónuvernd og meðferð persónupplýsinga nr. 77/2000, gilda um rafræna vinnslu upplýsinga sem verða til við fyrirlögn kennslumats en vinnslan er heimild skv., 3. tölul. 1.mgr. 8.gr. laganna.
  4. Sjálfsmatsteymi skólans hefur umsjón með framkvæmd kennslumats/áfangamats í samráði við skólameistara. Allir áfangar fara í kennslumat, annað hvert ár, nema óskað sé eftir mati, t.d. vegna þess að áfangi hefur ekki verið kenndur áður eða að kennarinn er nýr sem kennir áfangann. Kennarar geta einnig óskað eftir að viðkomandi áfangi sem þeir kenna fari í mat á viðkomandi önn.
  5. Kennslumatið/áfangamatið fer fram í gegnum kennslukerfi Innu sem vinnur einnig niðurstöður. Að loknu kennslumati eru niðurstöður birtar kennara og hafa aðeins skólameistari og aðstoðarskólameistari aðgang að niðurstöðum í heild sinni. Þeir aðilar sem hafa aðgang að niðurstöðum kennslumats eru bundnir trúnaði. Sjálfsmatsteymi ber ábyrgð á stýringu aðgangs að niðurstöðum áfangamats/kennslumats.
  6. Skólameistara ber að ræða um kennslumat við kennara þegar þeir eru boðaðir í starfsmannasamtal.
  7. Niðurstöður kennslumats/áfangamats eru varðveittar með tryggilegum hætti. 
Síðast uppfært 03. apríl 2019