Umsjónarkerfi FSu

Umsjónarkerfi FSu

Skólabragur – námstækni – ábyrgð í námi

Frá og með haustönn 2015 hefur orðið breyting á námsskrá skólans þ.m.t. umsjónakerfinu. Allir nýnemar sem hefja nám taka þrjá áfanga í umsjón á fyrsta þrepi, Braga, er þar verið að vísa í skólabrag. Hver nýnemi lendir í hópi með öðrum nýnemum og þannig stuðlað að blöndun nemenda frá ólíkum svæðum á Suðurlandi. Upptökusvæði nemenda í FSu er víðfeðmt og nemendahópurinn fjölbreyttur.

Braga áfangar eru einingabærir og hafa það að markmiði að efla samkennd nemenda, kenna þeim á námskerfi og þjónustu skólans. Að auki er þeim kennd námstækni og góð vinnubrögð í námi ásamt því að aðstoða þau við að semja eigin námsferil. Í áföngunum er hugað að forvörnum og jákvæðum lífsstíl. Hverjum árgangi er skipt niður á Braga kennara sem fylgir hópnum eftir í 3 annir. Braga kennarar eru einnig umsjónarkennarar. Áfangalýsingar vegna Braga áfanga má skoða hér

Hverjum Braga hópi er úthlutað mentor, sem er eldri nemandi úr FSu. Hlutverk hans er að skipuleggja viðburði eins og nýnemaferð og lokahátíð, ýta undir hópefli og samkennd í hópnum, styðja nýnema og vera þeim góð fyrirmynd. Mentor fylgir nýnemahópnum sínum eftir í fyrsta Braga áfanganum en í seinni tveimur áfögnunum er ekki mentor.

Nýnemahóparnir geta unnið sér inn stig á önninni með þátttöku í ýmsum viðburðum á vegum skólans. Þeir geta unnið sér inn stig með því að taka þátt í edrúpotti á skólaböllum, mæta vel á fyrirlestra og ýmsa aðra viðburði NFSu. Til mikils er að vinna, en sá Braga hópur sem vinnur stigakeppnina í lok haustannar fær aðgangskort á alla viðburði nemendafélagsins í eitt ár.

Umsjón eldri nemenda, þ.e. nemenda 18-20 ára er með þeim hætti að nemendur fá úthlutað tilsjónarkennara sem aðstoðar þá við val. Tilsjónarkennarar hitta nemendur eingöngu í kringum val, en nemendur hafa aðgang að tilsjónarkennara vikulega í viðtalstímum.

Nemendur sem eru á lokaönn við skólann eru í umsjón hjá skólameistara og aðstoðarskólameistara.

Nemendur eldri en 20 ára geta gert samning um ástundun, verkefnaskil og mætingu í tíma við faggreinakennara sína.

Faggreinakennarar fylgjast með mætingum nemenda sinna.

Nemendur hafa aðgang að náms- og starfsráðgjöfum. Frekari upplýsingar um þjónustu þeirra er að finna á https://www.fsu.is/is/thjonusta/radgjof/nams-og-starfsradgjof

Síðast uppfært 30. október 2017