Umsjónarkerfi FSu

Umsjónarkerfi FSu

Skólabragur – ábyrgð í námi - innra kerfi FSu

Allir nýnemar sem hefja nám taka tvo áfanga í umsjón á fyrsta þrepi, Braga, er þar verið að vísa í skólabrag. Hver nýnemi lendir í hópi með öðrum nýnemum og þannig stuðlað að blöndun nemenda frá ólíkum svæðum á Suðurlandi. Upptökusvæði nemenda í FSu er víðfeðmt og nemendahópurinn fjölbreyttur.

Hverjum árgangi er skipt niður á Braga kennara sem fylgir hópnum eftir í 2 annir. Braga kennarar eru einnig umsjónarkennarar síns hóps. Áfangalýsingar vegna Braga áfanga má skoða hér.

Braga áfangar eru einingabærir og hafa það að markmiði að efla samkennd nemenda og kenna þeim á innra kerfi skólans s.s. námskerfi og þjónustu sem og eigin ábyrgð á námi. Að auki eru þau aðstoðuð við að semja eigin námsferil með það að leiðarljósi að öðlast sjálfstæði í þeim efnum.

Umsjón eldri nemenda er með þeim hætti að nemendur fá úthlutað tilsjónarkennara sem aðstoðar þá við val ef þarf. Tilsjónarkennarar hitta nemendur eingöngu í kringum val, en nemendur hafa aðgang að tilsjónarkennara vikulega í viðtalstímum.

Nemendur sem eru á lokaönn við skólann eru í umsjón hjá skólameistara og aðstoðarskólameistara.

Nemendur eldri en 20 ára geta í gert samning um ástundun, verkefnaskil og mætingu í tíma við faggreinakennara sína. Það er þó alltaf fagreinakennaranna að meta hvort slíkt sé hægt í hverju tilviki.

Faggreinakennarar fylgjast með mætingum nemenda sinna.

Nemendur hafa aðgang að náms- og starfsráðgjöfum. Frekari upplýsingar um þjónustu þeirra er að finna á https://www.fsu.is/is/thjonusta/radgjof/nams-og-starfsradgjof

Síðast uppfært 09. ágúst 2023