Frjálsíþróttaakademía

Frjálsíþróttaakademía:

Upplýsingar um Frjálsíþróttaakademíu Frjálsíþróttadeildar Selfoss

Nafn akademíu:
Frjálsíþróttaakademía Frjálsíþróttadeildar Selfoss og Fsu.

Aðsetur, kennitala, sími, tölvupóstur:
Engjavegi 50
kennitala: 690390-2729
GSM: 867-7755
Tölvupóstur: olafurg@sunnulaekjarskoli.is

Fjöldi iðkenda:
Haust 2017: 18  (8 piltar og 10 stúlkur)

Þjálfararnir:

Yfirþjálfari:
Ólafur Guðmundsson
BS í íþróttafræðum
Með þjálfaragráður frá ÍSÍ og FRÍ og margra ára reynslu í þjálfun.

lafur

Þjálfari:
Rúnar Hjálmarsson
Með 1. stig hjá ÍSÍ og Youth Coach réttindi hjá FRÍ
Þjálfað frjálsar í 9 ár

Rnar

Þjálfari:
Ágústa Tryggvadóttir
MS í íþróttafræðum
Með þjálfaragráður frá ÍSÍ og FRÍ og þjálfað frjálsar í fjölda ára.

Æfingaaðstaða:
Frjálsíþróttavöllur á íþróttavallarsvæðinu á Selfossi: tækniæfingar, þol og styrktaraæfingar
Íþróttahús Iðu (íþróttasalur) :Tækniæfingar, þolæfinagr ofl.
Íþróttahús Iðu (þreksalur): Styrktaræfingar

Æfingar (kennslustundir) á viku: 4x55 mín. á viku.
Mánudagar:
8:15 – 9:10: þreksalur Iðu.
Miðvikudagar: 9:15 – 10:10: íþróttasal Iðu /frjálsíþróttavellinum.
Fimmtudagar: 14:50 – 15:45. Þeksalur Iðu.
Föstudagar: 10:25 – 11:20.  íþróttasal Iðu /frjálsíþróttavellinum.

Fjöldi eininga:
Valáfangi. 6 annir. Alls 30 einingar

Hvað þýðir að vera hluti af Frjálsíþróttakademíu UMF Selfoss.
Að vera hluti af akademíu er að vera hluti af heild sem öll stefnir að svipuðum makmiðum þ.e. að bæta sig sem einstaklingur og frjálsíþróttamaður. Þannig þarftu að læra á sjálfan þig og aðra ásamt þínu nánasta umhverfi. Að umgangast þessa hluti og annað fólk í þínu umhverfi af skilningi, metnaði, skynsemi og ábyrgð. Þú þarft að læra að vera hluti af einhverju stærra og finna þig í því sem þú ert  að taka þátt í og gera eins mikið úr því og þú getur og hafa jákvæðnina að leiðarljósi

Hvað fæ ég út úr því að vera í Frjálsíþróttaakademíu UMF Selfoss:
Ef þú tekur fullan þátt í því sem er verið að setja upp fyrir þig þá öðlast þú betri skilning á sjálfum þér sem einstaklingi og íþróttamanni. Þú lærir að nálganst þin viðfangsefni af þolinmæði, ábyrgð og metnaði og finnur vonandi þinn sess í því sem þú ert að gera (þinni/þínum greinum) og bætir þig í kjölfarið. Það skiptir miklu máli að mæta 100% og hafa samviskusemi og jákvæðnina í fyrirrúmi.

Stutt samantekt um starfið:
Frjálsíþróttaakademían á Selfossi er ung  en hún var stofnuð haustið 2015 og hefur því starfað fjórar annir (tvö skólaár) og hefur því nýhafið sitt þriðja starfsár. Alls voru 21 iðkandi (nemendur)  á fyrstu önn akademíunnar , 11 á þeirri næstu. 17 ár þeirri þriðju og 16 á fjórðu en á þessari önn, haustönn 2017 eru nú 18 iðkendur sem er gott. Það er val nemenda hvort þeir velji að stunda nám í Frjálsíþróttaakademíunni en alls eru í boði sex áfangar sem fást fyrir 30 einingar ef nemendur klára öll árin.

Af þeim iðkendum sem hafa stundað nám í Frjálsíþróttaakademíunni þá hafa eða eru 22 þeirra að æfa með Meistarahópi Frjálsíþróttadeildarinnar á Selfossi. Meirihluti iðkenda hafa á starfstíma akademínunar æft frjálsar víðsvegar á Suðurlandi (HSK svæðinu). Þá hafa sjö iðkendur af þessum hópi orðið Íslandsmeistarar í sínum aldursflokkum og fullorðinsflokkum og fimm iðkendur akademínuar keppt í Bikarkeppni Frjálsþróttasambandsins með úrvalsliði HSK. Af þeim 34 nemendum sem hafa verið í Frjálsíþróttaakadeíunni á starfstíma hennar frá upphafi hafa sex verið valdir í úrvalshópa Frjálsíþróttasambandsins (FRÍ), sem er nokkurskonar landsliðsúrtak og einn hefur svo keppt með A-landsliði Íslands í fullorðinsflokki sem og í sínum aldursflokki.

Þó svo að Frjálsíþróttaakademían sé ung í árum talið þá er árangur af starfsemi hennar strax farin að koma í ljós. Er það mælt í því að nokkrir iðkendur hennar hafa bætt sig mjög mikið s.l. sumar og unnið til fjölda verðauna á Íslandsmeistaramótum enda mættu þeir mjög vel á æfingar og sýndu mikinn metnað og jákvæðni. Iðkendur akademíunar geta æft endurgjaldslaust á kvöldin hjá Meistarahópi Frjalsíþróttadeildarinnar þannig að það eru níu æfingar í boði fyrir iðkendur akademíunar sem nýta sér þær allar. Það er mjög gott að geta æft fjórum sinnum á skólatíma og svo einnig á kvöldin. 

Framtíðin:
Það var merkur áfangi  1. sept. 2015 þegar skrifað var undir stofnsamning akademíunar milli Frjálsíþróttadeildar Selfoss og Fsu. , enda fannst mörgum tími til komin því mikil hefð er fyrir frjálsum á Selfossi og nágrenni. Miðað við startið þá höfum við fulla trú á því að hún sé komin til að vera og að fólk sæki til okkar til þess að vonandi bæta sig sem íþróttamenn og sem persónur. Vonumst við til þess að standa undir þeim væntingum sem sem iðkendur gera til okkar.