Sjálfsmat

 

Skipulagt sjálfsmat hófst í FSu árið 1997 með þátttöku í evrópsku verkefni sem byggði á athugunum og mati á gæðum skólastarfs. Frá árinu 1997 starfaði við skólann sjálfsmatshópur og áttu sæti í honum fulltrúar stjórnenda, kennara, annars starfsfólks, nemenda og foreldra. Hópurinn starfaði til vors 2002.

Unnið hefur verið að fjölbreytilegum athugunum á skólastarfinu og  umbótum tengdum því , en mest áhersla hefur verið lögð á athuganir á gæðum náms og kennslu. Skólinn var í samvinnuverkefnum með skólum frá öðrum Evrópuþjóðum um mat á gæðum náms og kennslu.

Skólanámskrá og markmiðssetning Fjölbrautaskóla Suðurlands er hér á heimasíðu skólans.  

Unnið er eftir skosku sjálfsmatskerfi sem lagað var að skólanámskrá og markmiðssetningu FSu. Kerfið heitir “How good is your school” eða ,,Gæðagreinar” á íslensku. Kerfið hefur m.a. verið notað í skólum í Skagafirði.

Unnið hefur verið samkvæmt kerfinu síðan á haustönn 2006.

Umsjónarmaður sjálfsmats er Sigursveinn Sigurðsson.

Skýrslur sjálfsmats undanfarinna ára má finna á vef skólans undir flipanum „Um skólann“ og þar undir „Skýrslur“.

Síðast uppfært 18. nóvember 2020