Námið

Undir tenglunum má finna gagnlegar upplýsingar um nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Nám í FSu

Meginmarkmið framhaldsskóla samkvæmt 2. gr. laga nr. 92/2008 ,, ... er að  stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum nemanda nám við hæfi.  Framhaldsskólar búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífinu og frekara nám." Í samræmi við þetta býður Fjölbrautaskóli Suðurlands upp á fjölbreytta flóru í námsmöguleikum; stúdentsbrautir, styttri brautir, verknámsbrautir, starfsbrautir og listnámsbrautir svo eitthvað sé nefnt. Einnig hefur skólinn reglulega boðið upp á nám í meistaraskóla og öldungadeild. Þá starfrækir skólinn starfsstöðvar í fangelsunum á Litla-Hrauni og Sogni.

Í 23. gr. áðurnefndra laga segir að ,,[í] námsbrautarlýsingu skal kveðið á um innihald og vægi áfanga í einstökum greinum, samhengi í námi, vægi námsþátta og lokamarkmið náms. Þar er ákveðinn lágmarksfjöldi áfanga og eininga í einstökum námsgreinum og inntak náms í megindráttum." Í samræmi við þetta eru námsbrautir Fjölbrautaskóla Suðurlands samsettar úr ýmsum áföngum þar sem mismikið er bundið í kjarna og nokkuð um val. Allir áfangar hafa kennsluáætlanir þar sem fram koma markmið, leiðir og kröfur um árangur nemenda. Áföngum ákveðinna greina eru gerð skil á vefjum námsgreina. Þá hefur Fjölbrautaskólinn almennar námskröfur og reglur sem eru samræmdar og ná yfir alla nemendur.hér til hliðar.

 
Síðast uppfært 06. október 2016