- Um skólann
- Markmið og stefnur
- Nefndir og ráð
- Rekstur og skipulag
- Saga og þróun
- Samstarf
- Skólanámsskrá
- Starfsfólk
- Verklagsreglur
- Kynning á FSu
- Námið
- Þjónusta
- Myndir
- Dagatal
- Lykilorð í FSu
Skólalykilorð eru afhent nýju starfsfólki og nýnemum við komu þeirra í skólann. Þau eru að lágmarki 12 stafir að lengd. Með skólalykilorði er hægt að tengjast tölvum skólans og komast inn á Office 365 kerfið. Með því að virkja Office 365 innskráningu í Innu (sjá neðar) er síðan hægt að komast hjá því að nota rafræn skilríki eða Íslykil til innskráningar í Innu sem einhverjum gæti þótt þægilegt.
Skólalykilorð gildir í eitt ár og þegar það er útrunnið þarf að endurnýja það. Notendur geta endurnýjað skólalykilorð sjálfir með því að skrá sig inn á skólaborðtölvu og smella á Ctrl-Alt+Delete og velja Breyta lykilorði (Change password). Þau sem koma í eigin persónu geta fengið aðstoð við að skipta um lykilorð hjá kerfisstjóra í Iðu-vestur, í Odda stofu 306B, á skrifstofu og á bókasafni.
Einnig er hægt að skipta um eða setja nýtt skólalykilorð á netinu á vefslóðinni https://lykilord.menntasky.is/. Ef skipt er, verður að gæta að því að nota að lágmarki 12 stafi. Mælt er með því að notendur skipti sem fyrst um upprunalegt lykilorð.
Office 365
Allir nemendur skólans hafa aðgang að Office 365 pakkanum (Word, Excel, PowerPoint o.fl.) á meðan þeir eru skráðir í skólann og geta sett hann upp á 5 tölvum. Sjá leiðbeiningar hér: Athugið að notandanafn til auðkenningar inn í Office 365 er almennt á forminu nafn.millinafn.kenninafn@fsu.is. Notandanafnið virkar jafnframt sem tölvupóstfang. Dæmi: Jón Ævar Jónsson fær þá netfangið: jon.aevar.jonsson@fsu.is og Þóra Þórsdóttir fær netfangið: thora.thorsdottir@fsu.is. Með Office 365 kemur einnig OneDrive gagnageymslan í skýinu með 1 TB rými. Einnig fylgja með pakkanum aðgangur að forritum á borð við Outlook, PowerApps, Planner, SharePoint, Sway, Teams svo einhver séu nefnd. Innskráningu í Office 365 þarf að staðfesta með annarri auðkenningu, svokallaðri tveggja þátta auðkenningu (skst. MFA), sjá leiðbeiningar hjá Menntaskýinu: MFA leiðbeiningar - Menntaský (menntasky.is). Mælt er með leið 1 - sms á þessum tengli.
Til að opna á Office auðkenningu við Innu þarf að byrja á því að skrá sig í Innu með rafrænum skilríkjum og fara í Stillingar, sjá eftirfarandi mynd:
og velja þar: Innskráning með Google og Office 365, smella svo á Opna fyrir aftan Office 365:
Því næst þarf að slá inn Office 365 notandanafn og skólalykilorð.