Lykilorð í FSu

Mikilvægt atriði varðandi lykilorð í Office 365, inn á þráðlaust net FSu  og í skólatölvur. 

Ekki er hægt að kalla eftir því í gegnum Innu þar sem Inna er hætt að nota innskráningu með notendanafni.  
Það er ekki er heldur hægt að fá sent gamalt lykilorð né nýtt lykilorð í pósti heldur verður að búa til nýtt lykilorð ef það tapast. 

Eftirfarandi 3 aðilar geta búið til nýtt lykilorð: Bókasafn, skrifstofa, tölvuþjónusta í stofu 306b og kerfisstjóri með aðsetur í Iðu.

Skráðir kennarar og nemendur geta breytt þessu lykilorði sínu sjálfir með því að skrá sig inn á tölvu á bókasafni eða tölvuveri og smella á Alt-Ctrl+Delete  og velja Breyta lykilorði (Change password) 

Eins og áður hefur komið fram er aðgangur í Innu nú bundinn við rafræn skilríki eða Íslykil.  Einnig er hægt að tengja Office 365 aðganginn við Innu með því að skrá sig í Innu á rafrænum skilríkjum og fara í stillingar 

og velja þar: Innskráning með Google og Office 365 og smella á Opna

Síðast uppfært 30. ágúst 2019