Umgjörð og skipulag

Umgjörð og skipulag

Eins og flestir aðrir framhaldsskólar á Íslandi er Fjölbrautaskóli Suðurlands áfangaskóli sem starfar eftir annakerfi. Öllum námsgreinum er skipt niður í einnar annar námsáfanga. Umfang einstakra námsáfanga er mælt í einingum og einnig er áskilin tiltekinn einingafjöldi til að ljúka einstökum námsbrautum.
Kennsla á haustönn hefst að jafnaði 19. - 21. ágúst og lýkur í desemberbyrjun, haustannarprófin eru í desember og brautskráning um 20. desember. Kennsla á vorönn hefst um 3. - 6. janúar og lýkur í byrjun maí, vorannarprófin eru í maí og brautskráning um 21. - 25. maí. Hægt er að hefja nám hvort sem er á haustönn eða vorönn og einnig er hægt að gera hlé á námi í eina eða fleiri annir. Í sumum tilvikum er þó heppilegra að hefja nám á haustönn, t.d. í verknámsdeildum og á almennri námsbraut - fornámi.

Síðast uppfært 05. október 2018