Garðyrkjunám

 

 

Garðyrkja hefur verið kennd á Reykjum í Ölfusi síðan 1939. Fyrst sem sjálfstæður skóli en síðan sem hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Haustið 2022 varð Garðyrkjuskólinn hluti af Fjölbrautaskóla Suðurlands. 

Náttúra og umhverfi Reykja spilar stórt hlutverk í skólastarfinu og nemendur læra að nýta sér náttúruna á fjölbreyttan hátt.

Námið er í boði bæði í staðarnámi og fjarnámi. Í staðarnámi sækja nemendur skólann í 2 vetur eða 4 námsannir. Fjarnám er tekið á hálfum hraða og tekur því bóklegi hlutinn 4 ár.

Starfsnám í garðyrkju er verklegt vinnustaðanám í 60 vikur á verknámsstað viðurkenndum af skólanum.

Í boði eru 6 neðangreindar námsbrautir:

1. Blómaskreytingar ATH! brautin verður ekki í boði fyrr en mögulega haust 2026

Nám í blómaskreytingum býr nemendur undir fjölbreytt störf á sviði blómakreytinga þannig að þeir uppfylli þær hæfnikröfur sem gerðar eru til starfsins. Starfsvettvangur útskrifaðara blómakreyta er blómaverslanir og blómaheildsölur við sölu og ráðgjöf til viðskiptavina. Blómaskreytar aðstoða við vöruuppsetningu í verslunum og geta starfað sem verslunarstjórar blómaverslana.

 

Skipulag blómaskreytingabrautar, áfangar fyrsta ár
Haust   Vor  
GRAS3FV05 Grasafræði PLVE2BL03 Plöntuvernd blómaskreytinga
VIVE1VS02 Vinna og verkstjórn GRÓÐ2GB03 Garðblóm
GRÓÐ1ÍF01 Íslenska flóran GRÓÐ2PN03 Plöntunotkun
SAGA1LH03 Lista- og hönnunarsaga FRÍH2FV03 Fríhendisteikning
FOLI2FV05 Form og litir AUSK3FV04 Auglýsinga- og skiltagerð
VIST1IN03 Vistfræði inngangur AFBG2PF05 Afskorin blóm og greinar I
GRÓÐ2TR03 Tré og runnar BLÓM2BB02 Blómaskreytingar II bóklegt
BLÓM1BA02 Blómaskreytingar I bóklegt BLÓM2VB08 Blómaskreytingar II verklegt
BLÓM1VA08 Blómaskreytingar I verklegt    
       
Annað ár
Haust   Vor  
REÁG2FV05 Rekstur og áætlanagerð LOKA4BS05 Lokaverkefni
POTT2PA03 Pottaplöntur I MARK3MV05 Markaðsfræði og verkefni
AFBG3PL03 Afskorin blóm og greinar II POTT3PB04 Pottaplöntur II og samplantanir
UPÚT3FV03 Uppröðun og útstillingar BLÓM4BD02 Blómaskreytingar IV bóklegt
NÝSK2VN02 Vistvæn/umhverfisvæn nýsköpun BLÓM4VD10 Blómaskreytingar IV verklegt
BLÓM3BC02 Blómaskreytingar III bóklegt BLÓM4SN02 Blómaskreytinganámskeið

---

2. Garð- og skógarplöntubraut

Nemendur læra um framleiðslu og uppeldi garð- og skógarplantna við íslenskar aðstæður. Auk grunngreina í plöntulífeðlisfræði, jarðvegs- og áburðarfræði læra nemendur um helstu tegundir garð- og skógarplantna í ræktun. Þessu til viðbótar læra nemendur um framleiðslu matjurta og ræktun ávaxtatrjáa.

Skipulag garð- og skógarplöntubrautar, áfangar fyrsta ár
Haust   Vor  
GRAS3FV05 Grasafræði PLVE2FV05 Plöntuvernd
VIVE1VS02 Vinna og verkstjórn GRÓÐ2GB03 Garðblóm
GRÓÐ1ÍF01 Íslenska flóran GRÓÐ2PN03 Plöntunotkun
VIST1IN03 Vistfræði – inngangur PLEF3FV05 Plöntulífeðlisfræði
GRÓÐ2TR03 Tré og runnar KLIP1AL03 Trjá- og runnaklipp. – almennar
JARÆ2FV05 Jarðvegur og ræktun ALYL3FV06 Almenn ylræktun
UMHV1GS03 Garðyrkja í sátt við umhverfið GASF3FJ07 GAS 1 – Fjölgun
SKGA2FV03 Skipulag og bygging garðyrkjustöðva    
SKÓG1IN03 Skógrækt – inngangur    
VÉLA2FV02 Vinnuvélar    
Annað ár
Haust   Vor  
REÁG2FV05 Rekstur og áætlanagerð LOKA4GS05 Lokaverkefni
KLIP3FE01 Trjáfellingar MARK3MV05 Markaðsfræði og verkefni
ÁBSÝ3FV04 Áburðargjöf og sýnataka MARÆ2MG03 Matjurtagarðurinn
GASF3SP07 GAS II – smáplöntuframleiðsla POTT2FR06 Pottaplöntuframleiðsla blóm/ blað
SAGA1GL02 Garðlistasaga GASF4FR07 GAS III – framhaldsræktun
SKRG1SG02 Skrúðgarðar GRÓÐ2VG01 Vetrargreiningar á trjám og runnum
HARÆ4SR02 Hagnýt ræktunarverkefni
KLIP2SÉ02
Trjá- og runnaklippingar – sérhæfðar
LÍFR3ÁV05 Ávaxtatré – lífræn ræktun FORN1FV01 Fornhleðslur

---

3. Lífræn ræktun matjurta

Nemendur læra framleiðslu á matjurtum og afurðum þeirra eftir aðferðum lífrænnar ræktunar, bæði í gróðurhúsum og utanhúss. meðal þess sem nemendur læra eru mismunandi ræktunarstefnur, jarðvegs- og skiptiræktun, býflugnarækt til hunangsframleiðslu, umhverfis- og gæðamál ásamt úrvinnslu afurða.

Skipulag námsbrautar um lífræna ræktun matjurta, áfangar fyrsta ár
Haust   Vor  
GRAS3FV05 Grasafræði PLVE2FV05 Plöntuvernd
VIVE1VS02 Vinna og verkstjórn GRÓÐ2GB03 Garðblóm
GRÓÐ1ÍF01 Íslenska flóran GRÓÐ2PN03 Plöntunotkun
VIST1IN03 Vistfræði inngangur PLEF3FV05 Plöntulífeðlisfræði
GRÓÐ2TR03 Tré og runnar NÁTT3NA03 Náttúruauðlindir
JARÆ2FV05 Jarðvegur og ræktun ALYL3FV06 Almenn ylræktun
LÍFR1RS04 Ræktunarstefnur lífrænnar ræktunar LÍFR3JR06 Jarðvegsræktun
SKGA2FV03 Skipulag og bygging garðyrkjustöðva    
SAGA1GS02 Garðyrkjusaga    
VÉLA2FV02 Vinnuvélar    
       
Annað ár
Haust   Vor  
REÁG2FV05 Rekstur og áætlanagerð LOKA4LÍ05 Lokaverkefni
YLMA3LA06 Ylræktun matjurta I – lífræn MARK3MV05 Markaðsfræði og verkefni
ÁBSÝ3FV04 Áburðargjöf og sýnataka POTT2FR06 Pottaplöntuframleiðsla blóm/ blað
LÍFR2ÚT06 Útimatjurtir – lífræn ræktun YLMA4LB06 Ylræktun matjurta II – lífræn
BÝFR1FV02 Býflugnarækt GÆGÆ2FV03 Gæði og gæðastýring
HARÆ4SR02 Hagnýt ræktunarverkefni ÚRAF1FV03 Úrvinnsla afurða
LÍFR3ÁV05 Ávaxtatré – lífræn ræktun FORN1FV01 Fornhleðslur

---

4. Ylræktarbraut

Nemendur læra um ræktun í gróðurhúsum til framleiðslu á matjurtum, afskornum blómum og pottaplöntum. Einnig er kennd framleiðsla matjurta utanhúss. Til viðbótar við grunngreinar garðyrkjunáms er kennd loftslagsstýring í gróðurhúsum, viðbrögð við meindýrum og sjúdómum og gæðamál og umvherfismál tengd faginu.

Skipulag ylræktarbrautar, áfangar fyrsta ár
Haust   Vor  
GRAS3FV05 Grasafræði PLVE2FV05 Plöntuvernd
VIVE1VS02 Vinna og verkstjórn GRÓÐ2GB03 Garðblóm
GRÓÐ1ÍF01 Íslenska flóran GRÓÐ2PN03 Plöntunotkun
VIST1IN03 Vistfræði – inngangur PLEF3FV05 Plöntulífeðlisfræði
GRÓÐ2TR03 Tré og runnar YLAF2BL03 Ylræktun til afskurðar – blómlaukar
JARÆ2FV05 Jarðvegur og ræktun ALYL3FV06 Almenn ylræktun
UMHV1GS03 Garðyrkja í sátt við umhverfið MARÆ2ÚM06 Útimatjurtaræktun
SKGA2FV03 Skipulag og bygging garðyrkjustöðva    
SAGA1GS02 Garðyrkjusaga    
VÉLA2FV02 Vinnuvélar    
Annað ár
Haust   Vor  
REÁG2FV05 Rekstur og áætlanagerð LOKA4YL05 Lokaverkefni
YLMA3HA07 Ylræktun matjurta I MARK3MV05 Markaðsfræði og verkefni
YLAF3GR06 Ylræktun til afskurðar – blóm og gr. POTT2FR06 Pottaplöntuframleiðsla blóm/blað
ÁBSÝ3FV04 Áburðargjöf og sýnataka YLMA4HB06 Ylræktun matjurta II
BÝFR1FV02 Býflugnarækt GÆGÆ2FV03 Gæði og gæðastýring
HARÆ4SR02 Hagnýt ræktunarverkefni ÚRAF1FV03 Úrvinnsla afurða
LÍFR3ÁV05 Ávaxtatré – lífræn ræktun FORN1FV01 Fornhleðslur

---

5. Skógur og náttúra

Námið veitir nemendum undirstöðuþekkingu í störfum sem lúta að skógrækt og umönnun umhverfis. Góður hluti af náminu fer fram í skóginum að Reykjum en auk grunnfaga læra nemendur um gróðursetningu skógarplantna, umhirðu skógar í uppvexti, trjáfellingar og úrvinnslu skógarafurða. Lögð er áhersla á skógrækt með hliðsjón af skynsamlegri náttúrunýtingu.

Skipulag brautar skógar og náttúru, áfangar fyrsta ár
Haust   Vor  
GRAS3FV05 Grasafræði PLVE2FV05 Plöntuvernd
VIVE1VS02 Vinna og verkstjórn GRÓÐ2GB03 Garðblóm
GRÓÐ1ÍF01 Íslenska flóran GRÓÐ2PN03 Plöntunotkun
VIST1IN03 Vistfræði inngangur PLEF3FV05 Plöntulífeðlisfræði
GRÓÐ2TR03 Tré og runnar KLIP1AL03 Trjá- og runnaklippingar - almennar
JARÆ2FV05 Jarðvegur og ræktun ÚTVI2FV04 Útivistarsvæði
UMHV1GS03 Garðyrkja í sátt við umhverfið UMHV3FV03 Umhverfisfræði
LAMÆ2AU03 Landmælingar GRUN1GT03 Grunnteikning
SKÓG1IN03 Skógrækt – inngangur    
KLIP3FE01 Trjáfellingar    
VÉLA2FV02 Vinnuvélar    
Annað ár
Haust   Vor  
REÁG2FV05 Rekstur og áætlanagerð LOKA4SN05 Lokaverkefni
DÝRA3FV03 Dýrafræði MARK3MV05 Markaðsfræði og verkefni
BÝFR1FV02 Býflugnarækt GRÓÐ2VG01 Vetrargreiningar á trjám og runnum
SKÓG4VI04 Skógavistfræði KLIP2SÉ02 Trjá- og runnaklippingar/sérhæfðar
LAVE2FV03 Landbætur og verndun FORN1FV01 Fornhleðslur
ÁBSÝ3FV04 Áburðargjöf og sýnataka SKÓG3SB03 Skjólbelti
SKÓG3NÝ04 Nýrækt skóga SKÓG2PF03 Skógarplöntuframleiðsla
SKÓG3VV02 Viðarvinnsla SKÓG4ÁÆ05 Skógræktaráætlanir
NÁTT3NA03 Náttúruauðlindir SKÓG3UN05 Umhirða og nýting skóglendis

6. Skrúðgarðyrkja

Nemendur læra undirstöðuatriði varðandi nýframkvæmdir og umhirðu garða og opinna svæða. Á verksviði skrúðgarðyrkjusveina eru meðal annars hellulagnir, hleðslur, trjáklippingar, útplantanir og umhirða á ræktuðum svæðum, allt frá einkagarðinum yfir í opin svæði á vegum sveitarfélaga og ríkis. Skrúðgarðyrkja er löggilt iðngrein og nemendur eru á samningi hjá viðurkenndum skrúðgarðyrkjumeistara í verknámi sínu. Náminu lýkur með sveinsprófi.

Skipulag skrúðgarðyrkjubrautar, áfangar fyrsta ár
Haust   Vor  
GRAS3FV05 Grasafræði PLVE2FV05 Plöntuvernd
VIVE1VS02 Vinna og verkstjórn GRÓÐ2GB03 Garðblóm
GRÓÐ1ÍF01 Íslenska flóran GRÓÐ2PN03 Plöntunotkun
VIST1IN03 Vistfræði inngangur PLEF3FV05 Plöntulífeðlisfræði
GRÓÐ2TR03 Tré og runnar KLIP1AL03 Trjá- og runnaklippingar - almennar
JARÆ2FV05 Jarðvegur og ræktun GRUN1GT03 Grunnteikning
UMHV1GS03 Garðyrkja í sátt við umhverfið SKRG3BB07 Skrúðgarðabyggingafr. B
SKRG2BA04 Skrúðgarðabyggingafræði A    
VÉLA2FV02 Vinnuvélar    
LAMÆ2AU03 Landmælingar    
Annað ár
Haust   Vor  
REÁG2FV05 Rekstur og áætlanagerð LOKA4SK05 Lokaverkefni
SAGA1GL02 Garðlistasaga MARK3MV05 Markaðsfræði og verkefni
ÁBSÝ3FV04 Áburðargjöf og sýnataka MARÆ2MG03 Matjurtagarðurinn
SKRG2UG03 Umhirða I – grunnþættir umhirðu GRÓÐ2VG01 Vetrargreiningar á trjám og runnum
SKRG3BC07 Skrúðgarðabyggingafræði C KLIP2SÉ02 Trjá- og runnaklippingar/sérhæfðar
KLIP3FE01 Trjáfellingar FORN1FV01 Fornhleðslur
TILÁ4FV03 Tilboðs- og áætlanagerð SKRG3UÁ02 Umhirða II – áætlanagerð og viðmið
GRÓÐ3BO03 Borgargróður KLIP3GR01 Trjáfellingar og grisjun
SKRG3ÍÞ03 Hönnun og bygging íþróttavalla SKRG3TE04 Skrúðgarðateikning
    SKRG4BD05 Skrúðgarðabyggingafr. D
Síðast uppfært 25. mars 2025