Nám erlendis

Almennur upplýsingavefur um nám erlendis

 Á Farabara.is má finna helstu upplýsingar um nám erlendis: hvernig á að sækja um og finna styrki, kynna sér ólík lönd og lesa reynslusögur nemenda.

Upplýsingavefir um nám í Danmörku

Uddannelsesguiden er upplýsingavefur um nám í Danmörku. Þar má finna upplýsingar um námsleiðir á öllum skólastigum. Fyrir upplýsingar um háskólanám er best að leita undir ,,videregående uddannelser"

Study in Denmark er upplýsingavefur fyrir erlenda nemendur sem vilja kynna sér nám í Danmörku sem kennt er á ensku.

Hér má sjá viðmið um einingafjölda til þess að komast inn í Háskólanám í Danmörku, en inntökuskilyrðin eru ýmist A B eða C í ákveðnum greinum, sem táknar ákveðinn einingafjölda í greininni ef nemandi útskrifast með íslenskt stúdentspróf.

Lýðháskólanám í Danmörku

Lýðháskólanám í Danmörku er óformlegt heimavistarnám í Danmörku þar sem nemendur velja áherslusvið eftir áhugasviði. Engin próf eru í lýðháskólum! Markmiðið er að þroska sjálfan sig og prófa eitthvað nýtt. Flestir í lýðháskólanámi í Danmörku eru á aldrinum 18-25 ára og taka eina eða tvær annir í Lýðháskóla. Hér má finna upplýsingasíðu um Lýðháskóla í Danmörku: Højskolerne - find alle folkehøjskoler og højskolekurser - Højskolerne

Norræna félagið veitir árlega styrki til íslenskra ungmenna vegna náms í norrænum lýðháskólum. Hér má finna nánari upplýsingar um styrkinn  og umsóknareyðublað: Lýðháskólastyrkur — Norræna félagið

Háskólanám í Bandaríkjunum

Ráðgjafamiðstöð EducationUSA veitir alhliða, óháða og ókeypis ráðgjöf um háskólanám í Bandaríkjunum. Á heimasíðunni þeirra má panta tíma í ráðgjöf en einnig má finna þar ýmsar upplýsingar, t.d. varðandi inntökupróf, leit á skólum, styrki og fleira

Soccer&Education USA sérhæfir sig í að aðstoða íslenskt íþróttafólk sem vill komast á háskólastyrk í Bandaríkjunum.  Fyrirtækið aðstoðaðr einnig nemendur sem hafa áhuga á skipti námi í Highschool, en það skiptinám er fyrir alla á aldrinum  12-19 ára.

 

Síðast uppfært 20. júní 2025