Heimildaskráning - leiðbeiningar
Skráning heimilda.
Nemendum ber að skrá allar heimildir sem notaðar eru við verkefnagerð. Þá breytir engu hvort notaðar hafa verið myndir, vefsíður, tónlist, myndbönd eða bækur. Gera þarf grein fyrir öllu efni sem notað var við vinnuna.
FSu gerir ráð fyrir að allir nemendur skrái heimildir eftir svokölluðu APA kerfi. Þá skiptir lengd verkefnis engu máli. Alltaf skal skrá heimildir.
Eftirfarandi hlekkir gefa upplýsingar um skráningu heimilda í APA kerfinu. Þarna má finna allar nauðsynlegar upplýsingar um hvernig skrá má ólíkar heimildir.
Vefur Háskóla Íslands:
https://ritver.hi.is/is/apa/daemi-um-skraningu-heimilda-apa
PDF skrá með leiðbeiningum frá Háskólanum í Reykjavík: APA leiðbeiningar fyrir heimildaskráningu
Leiðbeiningar á ensku:
Í WORD er hægt að velja heimildaskráningarleiðir. Hér má sjá hvernig vinna má heimildir í WORD.
leiðbeiningar um notkun heimilda í WORD
Einnig er hægt að nota forrit sem að hjálpa til við skráningu heimilda.
Grammarly – forrit sem hlaða má upp í vafra og í tölvu, en einnig má finna heimildaskráningartól á heimasíðu þeirra. Forritið er einnig hægt að nota til að laga og leiðrétta texta á ensku. Forritið er frítt.
Endnote – forrit/app fyrir heimildaskráningu. Þetta forrit býður upp á 30 daga notkun gjaldfrjálst, eftir það þarf að borga.