Námsmat
Námsmat
Í upphafi annar fá nemendur námsáætlanir í hverjum áfanga fyrir sig. Þar er meðal annars tilgreint hvernig námsmati í áfanganum skuli háttað. Kennarinn útskýrir námsmatið fyrir nemendum en mikilvægt er að öllum sé ljóst til hvers er ætlast. Fagstjórar hafa umsjón með námsmati í sínum greinum.
Námsmat felur í sér hvers konar mat á námi nemenda og á því er lokaeinkunn í áfanga byggð. Í langflestum áföngum kenndum við skólann er unnið með svokallað símat þar sem árangur nemenda er metinn í gegnum verkefnavinnu og próf á önninni. Stundum þurfa nemendur að þreyta lokapróf við lok annar (sjá próftöflu).
Lokaeinkunn
Einkunnir eru gefnar í heilum tölum frá 1 - 10. Einkunnin 0 er því ekki til. Í einstaka áfanga eru gefnar einkunnirnar S (staðist), L (lokið) og F (fall) í stað talna.. Einkunnina H (hættur) fá þeir sem hætt hafa í áfanga eftir lok 1. viku en einkunnina F fá þeir sem fallið hafa á mætingu eða verkefnaskilum í áfanga. Einkunnin F er líka færð í námsferil þeirra sem mæta ekki í próf. Einkunnin M (metið) kemur einstaka sinnum fyrir í námsferli þeirra sem fengið hafa nám metið úr öðrum skólum, af námskeiðum og þess háttar.
Einkunnin |
1 |
táknar |
að |
0 |
- |
14 % |
námsmarkmiða |
sé |
náð |
|
2 |
|
|
15 |
- |
24 % |
|
|
|
|
3 |
|
|
25 |
- |
34 % |
|
|
|
|
4 |
|
|
35 |
- |
44 % |
|
|
|
|
5 |
|
|
45 |
- |
54 % |
|
|
|
|
6 |
|
|
55 |
- |
64 % |
|
|
|
|
7 |
|
|
65 |
- |
74 % |
|
|
|
|
8 |
|
|
75 |
- |
84 % |
|
|
|
|
9 |
|
|
85 |
- |
94 % |
|
|
|
|
10 |
|
|
95 |
- |
100 % |
|
|
|
Til að standast námskröfur áfanga má lokaeinkunn ekki vera lægri en 5, þ.e. nemandi þarf að ná a.m.k. 45% námsmarkmiða. Heimilt er þó að brautskrá nemanda með einkunnina 4 ef um lokaáfanga eða staka áfanga á viðkomandi braut er að ræða, en ekki fást einingar fyrir þá áfanga. Einingatap vegna þessa þarf að bæta upp með öðrum áföngum.
Vægi verkefna í lokaeinkunn áfanga er mismunandi og er ákveðið fyrirfram (sbr. námsáætlun). Falli nemandi á lokaprófi í lok annar er hann fallinn í áfanganum, einkunnir fyrir verkefni á önninni geta ekki hækkað einkunn hans upp fyrir 4 en geta hugsanlega haft áhrif á það hvort nemandinn fær 1, 2, 3 eða 4 í lokaeinkunn í áfanganum. Ef fall í einum áfanga á lokaönn kemur í veg fyrir að nemandi geti útskrifast má hann endurtaka próf í þeim áfanga.
Hér má sjá reglur skólans um námsframvindu.
Námsmats- og prófsýning og réttur nemenda
Eftir að einkunnir hafa verið birtar nemendum skulu kennarar gefa þeim kost á að yfirfara úrlausnir sínar á námsmats- og prófsýningardegi skólans. Ef fram kemur skekkja í mati eða einkunnagjöf skal slíkt leiðrétt. Ef nemandi telur einkunnagjöf kennara ósanngjarna á hann rétt á að vísa málinu til aðstoðarskólameistara innan þriggja daga frá prófsýningardegi? Kæra vegna prófa þarf að vera skrifleg og rökstudd. Aðstoðarskólameistari hlutast þá til um, að höfðu samráði við sviðsstjóra og fagstjóra, að hlutlaus prófdómari meti úrlausn nemandans. Úrskurður prófdómara skal gilda.
Leiðrétting einkunna
Komi fyrir að kennari gefi ranga einkunn, þarf kennari að tilkynna breytingu/leiðréttingu til áfangastjóra sem breytir viðkomandi lokaeinkunn í námsferli nemandans í Innu.
Varðveisla námsferla
Námsferlar nemenda eru allir varðveittir á rafrænu formi í upplýsingakerfi skólans (Innu), en auk þess er afritum prófskírteina haldið til haga í skólanum og geta nemendur fengið staðfest afrit þessara gagna, ef á þarf að halda t.d. við umsóknir í aðra skóla. Beiðnum um staðfest afrit skal beint til skrifstofu skólans.
Þýðingar prófskírteina / einkunna
Nemendur geta óskað eftir að fá prófskírteini/einkunnablöð þýdd yfir á ensku gegn greiðslu þýðingargjalds. Beiðnum um þýðingar skal beint til skrifstofu. Afgreiðsla þeirra fer fram á opnunartíma skrifstofu skólans.