Þjónusta

Undir tenglunum hér til hliðar má finna upplýsingar um margþætta þjónustu í Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Starfsfólk Fjölbrautaskóla Suðurlands veitir margvíslega þjónustu og hefur hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Hjarta skólans er bókasafn í fremstu röð. Starfsfólk skrifstofunnar hefur margvísleg, yfirgripsmikil störf á sinni könnu og kann skil á ýmsu. Nemendur koma víða að til að sækja sér menntun í FSu og margir yfi r stórfljót og eyðisanda.

Nýnemadagur

Í framhaldsskólalögum nr 92/2008 segir: ,,Nemendur eiga rétt á að njóta náms- og starfsráðgjafar í framhaldsskóla af til þess bærum sérfræðingum." Í Fjölbrautaskóla Suðurlands eru náms- og starfsráðgjafar sem sinna margvíslegum málum nemenda; meðal annars náms- og starfsráðgjöf, persónulegri ráðgjöf, stuðningi við nemendur, kynningarmálum og samskiptum milli aðila innan skólans og við aðila utan skólans. 

Tækjabúnaður er góður og hæft starfsfólk heldur utan um tæknimál. Aðra þjónustu sem nauðsynlegt er að mörg hundruð manna samfélag hafi, er hægt að nálgast í FSu, svo sem viðtalstíma við hjúkrunarfræðing og ráðgjöf forvarnarteymis.

 
 
Síðast uppfært 25. október 2017